Nýir möguleikar með Landeyjahöfn Kristján L. Möller skrifar 20. júlí 2010 06:00 Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi. Hugmyndin um hafnargerð við suðurströnd landsins var við fyrstu sýn næsta óráðleg. Sjólag, sandrif, sandburður um fjöruna og síbreytilegt Markarfljótið virtust óyfirstíganlegar hindranir. En vísindamenn Siglingastofnunar, sem höfðu forgöngu um rannsóknir, sýndu fram á að þetta var gerlegt og þeir nutu einnig reynslu sjómanna. Hugvit og verkþekkingÉg vil draga sérstaklega fram þátt verktakanna. Aðalverktakinn var Suðurverk sem sá um grjótnám, gerð brimvarnargarða, hafnargerðina sjálfa og vegagerð. Aðrir verktakar, SÁ verklausnir, Stál og suða og Björgun, unnu snaggaralega að öðrum þáttum svo sem byggingu þjónustuhúss, landgangs, dýpkun og lóðarfrágangi. Starfsmenn verktakanna hafa skilað góðu verki og geta verið stoltir. Landeyjahöfn er sannkallað mannvirki. Þar má í hnotskurn sjá hvernig hugvit, verkþekking og útsjónarsemi mannsins tvinnast saman í því virki sem grjótið úr Seljalandsheiði er orðið að. Landeyjahöfn er líka þrekvirki. Óblítt veðurfar á köflum, krefjandi aðstæður í fjörunni og nú síðast eldgos í Eyjafjallajökli hafa ekki auðveldað verkið. Samt sem áður hefur verkáætlun staðist og það sem meira er, kostnaðaráætlun hefur einnig staðist. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur nú reglulegar siglingar á nýrri leið, þjóðveginum milli lands og Eyja. Fjölgun ferða Herjólfs gjörbreytir ferðamynstri og flutningamöguleikum. Einnig opnast nýir samskipta- og samstarfsmöguleikar milli íbúa á Suðurlandi og Vestmannaeyinga sem ég er sannfærður um að munu nýtast. Þar ræður hugmyndauðgin mestu. Nýtum möguleikannÉg vil að lokum hvetja landsmenn til að gera sér ferð að Landeyjahöfn og til Eyja og njóta fjölbreyttrar náttúru og skemmtilegs mannlífs. Ég vil á sama hátt hvetja Vestmannaeyinga til að gera sér ótt og títt ferð upp á land. Um leið getum við dáðst að því hugviti og verkþekkingu sem höfnin er skýrt vitni um. Ég vil að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með þetta mikla mannvirki sem tekið verður í notkun í dag klukkan 16.30. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi. Hugmyndin um hafnargerð við suðurströnd landsins var við fyrstu sýn næsta óráðleg. Sjólag, sandrif, sandburður um fjöruna og síbreytilegt Markarfljótið virtust óyfirstíganlegar hindranir. En vísindamenn Siglingastofnunar, sem höfðu forgöngu um rannsóknir, sýndu fram á að þetta var gerlegt og þeir nutu einnig reynslu sjómanna. Hugvit og verkþekkingÉg vil draga sérstaklega fram þátt verktakanna. Aðalverktakinn var Suðurverk sem sá um grjótnám, gerð brimvarnargarða, hafnargerðina sjálfa og vegagerð. Aðrir verktakar, SÁ verklausnir, Stál og suða og Björgun, unnu snaggaralega að öðrum þáttum svo sem byggingu þjónustuhúss, landgangs, dýpkun og lóðarfrágangi. Starfsmenn verktakanna hafa skilað góðu verki og geta verið stoltir. Landeyjahöfn er sannkallað mannvirki. Þar má í hnotskurn sjá hvernig hugvit, verkþekking og útsjónarsemi mannsins tvinnast saman í því virki sem grjótið úr Seljalandsheiði er orðið að. Landeyjahöfn er líka þrekvirki. Óblítt veðurfar á köflum, krefjandi aðstæður í fjörunni og nú síðast eldgos í Eyjafjallajökli hafa ekki auðveldað verkið. Samt sem áður hefur verkáætlun staðist og það sem meira er, kostnaðaráætlun hefur einnig staðist. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur nú reglulegar siglingar á nýrri leið, þjóðveginum milli lands og Eyja. Fjölgun ferða Herjólfs gjörbreytir ferðamynstri og flutningamöguleikum. Einnig opnast nýir samskipta- og samstarfsmöguleikar milli íbúa á Suðurlandi og Vestmannaeyinga sem ég er sannfærður um að munu nýtast. Þar ræður hugmyndauðgin mestu. Nýtum möguleikannÉg vil að lokum hvetja landsmenn til að gera sér ferð að Landeyjahöfn og til Eyja og njóta fjölbreyttrar náttúru og skemmtilegs mannlífs. Ég vil á sama hátt hvetja Vestmannaeyinga til að gera sér ótt og títt ferð upp á land. Um leið getum við dáðst að því hugviti og verkþekkingu sem höfnin er skýrt vitni um. Ég vil að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með þetta mikla mannvirki sem tekið verður í notkun í dag klukkan 16.30.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun