Innlent

Vilja efla innlenda atvinnu

Stjórnvöld efna nú til hvatningarátaks til að efla innlenda atvinnustarfsemi, verslun og þjónustu. Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands taka þátt í verkefninu.

Fólk er hvatt til að nýta sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattívilnanir vegna framkvæmda. Þá veita fagmenn ráðgjöf um handbragð við viðhaldsframkvæmdir.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×