Erlent

G8 fordæma Norður-Kóreumenn

Mikil öryggisgæsla er á fundinum.
Mikil öryggisgæsla er á fundinum. MYND/AP

Leiðtogar G8 ríkjanna svokölluðu hafa fordæmt Norður-Kóreu fyrir að sökkva herskipi frá nágrönnum þeirra í suðri fyrir nokkrum mánuðum. Fordæmingin var sett fram á leiðtogafundi G8 ríkjanna sem nú fer fram í Toronto í Kanada.

Þar kom einnig fram hörð gagnrýni á Norður-Kóreu og Íran vegna kjarnorkuáætlana ríkjanna tveggja. Þá segja leiðtogarnir einnig að herkví Ísraelsmanna á Gaza svæðinu gangi ekki upp til lengdar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×