Innlent

Þrir til skoðunar eftir umferðaróhapp á Fróðarheiði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er um að gera að passa sig á hálkunni núna.
Það er um að gera að passa sig á hálkunni núna.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar þegar að bifreið valt á Fróðarheiði í nágrenni við Ólafsvík í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Snæfellsnesi var um tvo karlmenn og konu að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Snjóþekja er á Vatnaleið og á norðanverðu Snæfellsnesi, hálkublettir eru víða í Borgarfirði.

Á Vestfjörðum er ekkert ferðaveður á heiðum og færð er farin að þyngjast. Hálkublettir eru á láglendi. Á Norðurlandi eru hálkublettir, snjóþekja, hálka og víða einhver éljagangur.

Á Austurlandi er hálka og snjókoma á Fjarðarheiði og óveður á Vatnsskarði eystra. Hálka og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði, hálka er á Fagradal og Oddskarði. Þungfært er á Öxi og á Breiðdalsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×