Erlent

Myrti félaga sinn eftir skeytasendingar á Facebook

Mynd/AFP
16 ára gamall breskur drengur var í dag dæmdur í fangelsi fyrir að stinga 18 ára félaga sinn til bana. Drengirnir höfðu skipst á skeytasendingum á samskiptasíðunni Facebook þar sem sá eldri kallaði hinn yngri meðal annars aumingja.

Það var síðan í desember á síðasta ári sem þeim lenti saman á nýjan leik þar sem þeir voru með vinum sínum í austurhluta London. Yngri drengurinn dró þá upp hníf og réðst á félaga sinn og stakk hann til bana.

Þegar að dómari kvað upp dóminn sagði hann að drengurinn, sem þarf að sitja í fangelsi í allt að 14 ár, væri huglaus.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×