Erlent

Icesave hamlar aðild að ESB

Breski forsætisráðherrann segir að Íslendingar verði að standa við skuldbindingar sínar.fréttablaðið/ap
Breski forsætisráðherrann segir að Íslendingar verði að standa við skuldbindingar sínar.fréttablaðið/ap

David Cameron, forsætisráðherra Breta, segist munu nota aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu í samningaviðræðum vegna Icesave. Hann segir að Bretland ætti að vera góðvinur Íslands og styðja umsókn þess að sambandinu, en Íslendingar skuldi Bretum 2,3 milljarða punda.

„Við munum nota umsóknarferlið til að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar, því við viljum fá þetta fé endurgreitt,“ sagði Cameron.

Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli þjóðanna um málið síðan fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars. Samkvæmt heimildum úr fjármálaráðuneytinu eru engir fundir á dagskrá.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×