Erlent

Rændu Bengal tígur og tveimur kameldýrum

Forráðamenn dýragarðs í Nova Scotia í Kanada hafa miklar áhyggjur af afdrifum Bengal tígurs og tveggja kameldýra sem stolið var þegar flytja átti dýrin frá Montreal til Nova Scotia.

Flutningabíl með dýrunum var stolið í síðustu viku en talið er að þjófarnir hafi ekki haft hugmynd um farminn sem voru Bengal tígurinn Jonas og kameldýrin Todd og Shawn.

Flutningabíll fannst tómur og yfirgefinn í Quebec um síðustu helgi. Tígurinn og kameldýrin eru tamin og vinaleg í umgengni að því er segir í frétt um málið á BBC.

Michael Hackenberger forstjóri dýragarðsins hefur heitið 20 þúsund dollara verðlaunum til þeirra sem geta gefið upp hvar dýrin eru stödd þessa stundina. Hann segir að að Bengal tígurinn Jonas, sem er 160 kíló að þyngd, eigi á hættu að lenda í nýrnabilun ef hann hefur ekki fengið vatn að drekka síðan á föstudag.

Hackenberger segir að þjófarnir séu nú með góss sem þeir viti ekkert hvernig eigi að meðhöndla og hvetur þá til að hafa samband við dýragarðin og skila þeim Jonas, Todd og Shawn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×