Erlent

Hershöfðingi fær hugsanlega að fjúka vegna ummæla um Obama

Obama og McChrystal um borð í flugvél forsetans, Air Force One, í október á síðasta ári. Mynd/AP
Obama og McChrystal um borð í flugvél forsetans, Air Force One, í október á síðasta ári. Mynd/AP

Stanley McChrystal, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Afganistan, var kallaður á teppið í  Hvíta húsinu dag vegna ummæla sem hann lét falla um stjórn Barack Obama, Bandaríkjaforseta, í tímaritinu Rolling Stone.

Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, segir að McChrystal hafi orðið á gífurleg mistök. Hann útilokar ekki að hershöfðinginn verði rekinn vegna ummælanna. Gibbs segir að Obama hafi orðið reiður þegar hann las viðtalið.

Þar gagnrýnir McChrystal harðlega Karl Eikenberry, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, þjóðaröryggisráðgjafann James Jones, Richard Holbrooke sérlegan sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar í Afganistan og Pakistan og varaforsetann Joe Biden. Þá segir McChrystal að fyrsti fundur hans með Obama eftir að sá síðarnefndi tók við sem forseti hafi valdið sér miklum vonbrigðum.

McChrystal hefur beðist afsökunar á ummælunum og sagt að hafi hann sýnt dómgreindarskort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×