Erlent

Dönsk skólastúlka fékk milljónir vegna mistaka

Vegna mistaka í bókhaldinu hjá bæjarfélaginu Frederikssund í Danmörku fékk 17 ára gömul skólastúlka 175 þúsund danskar krónur eða 3,6 milljón krónur inn á bankareikning sinn síðasta haust í stað venjulegs skólastyrks sem hún var á hjá bæjarfélaginu.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum sagði hún foreldrum sínum frá þessu og að ósk föður síns yfirfærði hún 100.000 af dönsku krónunum inn á reikning hans.

Þeir peningar eru horfnir auk þess að stúlkan sjálf náði að eyða 35 þúsund af krónunum áður en skólayfirvöld fóru að rannsaka afhverju stúlkan hafði svona mikið fé milli handanna. Því fékk bæjarfélagið aðeins 40 þúsund krónur til baka en stúlkunnar bíður skilorðbundinn dómur fyrir þjófnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×