Erlent

Nýjar myndir frá 11. september

Óli Tynes skrifar
Klikkið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
Klikkið á myndina til að sjá stærri útgáfu. Mynd/Lögreglan í New York

Nýjar myndir hafa verið birtar af falli tvíburaturnanna í New York eftir hryðjuverkaárásina árið 2001. Myndirnar voru teknar úr lögregluþyrlu og hafa til þessa ekki verið aðgengilegar fyrir fjölmiðla.

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC beitti fyrir sig bandarískum upplýsingalögum til þess að fá myndirnar afhentar.

Á meðfylgjandi mynd má nota bílana sem sjást neðst til vinstri til þess að átta sig á umfanginu á hinu gríðarlega rykskýi sem gýs upp þegar turnarnir hrynja nánast lóðrétt niður.

Í efra horninu til vinstri má sjá brúna yfir East River og hvernig rykskýið teygir sig út yfir ána. Í þessari árás al-Kaida létu 2.752 lífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×