Bankar þjóni almenningi, ekki spákaupmönnum Orri Vigfússon skrifar 10. febrúar 2010 06:00 Þegar Paul A. Volcker skrifar grein um banka eða endurskipulagningu á fjármálakerfinu leggur heimurinn við hlustir. Volcker er fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve) og núverandi formaður ráðgjafarnefndar Obama forseta um endurreisn hagkerfisins. Síðustu daga hafa erlendir fjölmiðlar skrifað mikið um hugmyndir Volckers og sjálfur mætti hann til Washington DC til að skýra mál sitt ítarlega fyrir þingheimi. Í stuttu máli leggur Volcker til að bankar sinni fyrst og fremst hefðbundnum þörfum viðskiptavina sinna en fjárfesti ekki í vogunarsjóðum og fjárfestingarsjóðum fyrir óskráð fyrirtæki (private equity funds). Jafnframt vill hann takmarka svigrúm banka til að stunda spákaupmennsku fyrir eigin reikning (proprietary trading). Volcker telur að þessi starfsemi henti ekki bönkum heldur eigi heima í öðrum geirum fjármálamarkaðarins. Auk þess bendir hann á að bankar sem eigi að sinna almenningi og hafi til þess öryggisnet frá hinu opinbera eigi ekki að misnota þetta öryggisnet með áhættusamri starfsemi sem er ótengd hefðbundinni bankastarfsemi. Eftir sem áður segir Volcker að þó svo banna eigi bönkum að stunda ákveðna fjármálastarfsemi þá sé ekki þar með sagt að slík starfsemi eigi ekki fullan rétt á sér. Til dæmis eru fjárfestingarsjóðir fyrir óskráð hlutafélög mikilvægir fyrir nýsköpun og spákaupmennska getur lagt grunn að mörkuðum sem gera fyrirtækjum kleift að verjast áhættu. Einkaaðilar geta því stundað þessa starfsemi án þess að njóta öryggisnets frá hinu opinbera. Volcker leggur til að Bandaríkin vinni með öðrum þjóðum að því að ná breiðri sátt um veigamiklar formbreytingar á fjármálamörkuðum. Hann telur að alþjóðastofnanir og margar ríkisstjórnir vilji vinna að samhæfingu reglna og skilgreiningu á starfsvettvangi viðskiptabanka til að regluverkið veiti bönkum svigrúm til að þjóna viðskiptavinum en verndi skattgreiðendur gegn því að bera ábyrgð á ótengdri áhættustarfsemi. Þegar endurreisn efnahagskerfis okkar stendur fyrir dyrum væri við hæfi að taka undir hugmyndir Volckers til að endurbæta umgjörð fjármálamarkaðarins. Volcker hefur víða sýn yfir fjármálamarkaði heimsins og hefur leitt til lausnar mörg flókin mál sem snerta heimsbyggðina. Nægir að nefna eyðingu verðbólgunnar í Bandaríkjunum á fyrri hluta níunda áratugarins, lausn á ráðstöfun svissneskra bankareikninga sem stofnaðir voru af fórnarlömbum helfararinnar, rannsókn á framfylgni olíu-fyrir-peninga áætlunarinnar í Írak og álitshnekki Alþjóðabankans. Meira að segja þekkir hann vel til á Íslandi. Daglega eru bankar á Íslandi að leggja huglægt og pólitískt mat á sölu eigna, velja og hafna, og vaxandi fjöldi landsmanna verður æ óánægðari. Vilhjálmur Bjarnason lektor hefur bent á veikleika íslenska fjármálamarkaðarins sem hefur ekki lengur trúnað almennings. Við það vil ég bæta skorti á minnihlutavernd í félögum, hættu á innherjaviðskiptum og markaðsmisnotkun. Almenningur treystir hvorki kerfinu, fólkinu sem vann við það né endurskoðendafyrirtækjunum, sennilega aldrei framar. Spurningin er hvort okkar fámenna þjóðfélag komist nokkurn tíma yfir slíka þröskulda. Volcker leggur til að Bandaríkin setji á stofn eins konar staðfestingarstjórnvald (resolution authority) sem gæti blandað sér inn í viðskiptaferli. Kannski þurfum við einmitt slíka valdastofnun í okkar litla þjóðfélagi. Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna og stjórnarmaður í Almenningi ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Þegar Paul A. Volcker skrifar grein um banka eða endurskipulagningu á fjármálakerfinu leggur heimurinn við hlustir. Volcker er fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve) og núverandi formaður ráðgjafarnefndar Obama forseta um endurreisn hagkerfisins. Síðustu daga hafa erlendir fjölmiðlar skrifað mikið um hugmyndir Volckers og sjálfur mætti hann til Washington DC til að skýra mál sitt ítarlega fyrir þingheimi. Í stuttu máli leggur Volcker til að bankar sinni fyrst og fremst hefðbundnum þörfum viðskiptavina sinna en fjárfesti ekki í vogunarsjóðum og fjárfestingarsjóðum fyrir óskráð fyrirtæki (private equity funds). Jafnframt vill hann takmarka svigrúm banka til að stunda spákaupmennsku fyrir eigin reikning (proprietary trading). Volcker telur að þessi starfsemi henti ekki bönkum heldur eigi heima í öðrum geirum fjármálamarkaðarins. Auk þess bendir hann á að bankar sem eigi að sinna almenningi og hafi til þess öryggisnet frá hinu opinbera eigi ekki að misnota þetta öryggisnet með áhættusamri starfsemi sem er ótengd hefðbundinni bankastarfsemi. Eftir sem áður segir Volcker að þó svo banna eigi bönkum að stunda ákveðna fjármálastarfsemi þá sé ekki þar með sagt að slík starfsemi eigi ekki fullan rétt á sér. Til dæmis eru fjárfestingarsjóðir fyrir óskráð hlutafélög mikilvægir fyrir nýsköpun og spákaupmennska getur lagt grunn að mörkuðum sem gera fyrirtækjum kleift að verjast áhættu. Einkaaðilar geta því stundað þessa starfsemi án þess að njóta öryggisnets frá hinu opinbera. Volcker leggur til að Bandaríkin vinni með öðrum þjóðum að því að ná breiðri sátt um veigamiklar formbreytingar á fjármálamörkuðum. Hann telur að alþjóðastofnanir og margar ríkisstjórnir vilji vinna að samhæfingu reglna og skilgreiningu á starfsvettvangi viðskiptabanka til að regluverkið veiti bönkum svigrúm til að þjóna viðskiptavinum en verndi skattgreiðendur gegn því að bera ábyrgð á ótengdri áhættustarfsemi. Þegar endurreisn efnahagskerfis okkar stendur fyrir dyrum væri við hæfi að taka undir hugmyndir Volckers til að endurbæta umgjörð fjármálamarkaðarins. Volcker hefur víða sýn yfir fjármálamarkaði heimsins og hefur leitt til lausnar mörg flókin mál sem snerta heimsbyggðina. Nægir að nefna eyðingu verðbólgunnar í Bandaríkjunum á fyrri hluta níunda áratugarins, lausn á ráðstöfun svissneskra bankareikninga sem stofnaðir voru af fórnarlömbum helfararinnar, rannsókn á framfylgni olíu-fyrir-peninga áætlunarinnar í Írak og álitshnekki Alþjóðabankans. Meira að segja þekkir hann vel til á Íslandi. Daglega eru bankar á Íslandi að leggja huglægt og pólitískt mat á sölu eigna, velja og hafna, og vaxandi fjöldi landsmanna verður æ óánægðari. Vilhjálmur Bjarnason lektor hefur bent á veikleika íslenska fjármálamarkaðarins sem hefur ekki lengur trúnað almennings. Við það vil ég bæta skorti á minnihlutavernd í félögum, hættu á innherjaviðskiptum og markaðsmisnotkun. Almenningur treystir hvorki kerfinu, fólkinu sem vann við það né endurskoðendafyrirtækjunum, sennilega aldrei framar. Spurningin er hvort okkar fámenna þjóðfélag komist nokkurn tíma yfir slíka þröskulda. Volcker leggur til að Bandaríkin setji á stofn eins konar staðfestingarstjórnvald (resolution authority) sem gæti blandað sér inn í viðskiptaferli. Kannski þurfum við einmitt slíka valdastofnun í okkar litla þjóðfélagi. Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna og stjórnarmaður í Almenningi ehf.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun