Enski boltinn

Chelsea íhugar að bjóða 30 milljónir punda í Alves

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíski bakvörðurinn Dani Alves er efstur á óskalista Chelsea fyrir sumarið en bakvörðurinn magnaði mun ekki kosta minna en 30 milljónir punda.

Ancelotti vill fá nýjan hægri bakvörð þar sem Ivanovic er í grunninn miðvörður þó svo hann sé að standa sig ágætlega í bakverðinum.

Það er búið að aflétta félagaskiptabanninu af Chelsea og félagið má því byrja að eyða peningum á ný eins og enginn sé morgundagurinn.

Alves er samningsbundinn Barcelona til ársins 2012.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×