Enski boltinn

Martin O'Neill: Við vorum þreytulegir í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa.
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa. Mynd/AFP
Lærisveinar Martin O'Neill hjá Aston Villa náðu bara 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þrátt fyrir að leika manni fleiri síðasta klukkutíma leiksins.

„Ég hélt að við gætum nýtt okkur liðsmuninn en við vorum þreytulegir í seinni hálfleik og náðum ekki að skapa okkur færi," sagði Martin O'Neill, stjóri Aston Villa eftir leikinn.

„Þeir hafa ekki farið sigurför um Evrópu, unnið Meistaradeildina og ensku deildina mörg ár í röð að ástæðulausu. Þeir eru með topplið," sagði O'Neill en Aston Villa vann fyrri leik liðanna og er því taplaust á móti United á tímabilinu. Liðin mætast einmitt í úrslitaleik deildarbikarsins í lok mánaðarins.

Nani var rekinn útaf fyrir tveggja fóta tæklingu eftir aðeins 29 mínútna leik og Martin O'Neill var sammála dómum þrátt fyrir að mörgum hafi fundist hann mjög strangur.

„Mér fannst þetta vera rautt spjald. Þegar þú hoppar inn í tæklingu með tvo fætur á lofti þá er mjög líklegt að dómarinn sýni þér rauða spjaldið," sagði Martin O'Neill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×