Erlent

Enn vantar snjó í Vancouver

Trukkur flytur snjó að keppnisbrautunum í Vancouver í gær. Mynd/AP
Trukkur flytur snjó að keppnisbrautunum í Vancouver í gær. Mynd/AP
Nú þegar einungis tveir dagar eru þangað til að Vetrarólympíuleikarnir í  Vancouver í Kanada hefjast, hafa skipuleggjendur leikanna enn áhyggjur af  snjóleysi og miklum hita. Meðalhiti á svæðinu hefur ekki mælst hærri í meira en 70 ár. Ástandið er einna verst í Cypress fjalli en þar verður keppt á sjóbrettum og í annarri skíðafimi. Flutningabílar og þyrlur hafa verið  notaðir til þess að flytja snjó á keppnisbrautirnar.

Skipuleggjendur geta vonandi farið að anda léttar því veðurspá gerir ráð fyrir að hiti fari undir frostmark í dag og að það muni loksins snjóa í lok vikunnar.

Ísland á fjóra fulltrúa á leikunum og keppa þeir allir í alpagreinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×