Erlent

Aldrei meiri eftirspurn eftir háskólanámi í Danmörku

Eftirspurn eftir námi við háskólana í Danmörku hefur aldrei verið meiri í sögunni. Í Kaupmannahöfn einni hafa 25.000 nemendur sótt um nám við háskóla borgarinnar.

Samkvæmt frétt um málið í Politiken er sömu sögu að segja í öllum háskólum landsins en í Árósum hafa 20 þúsund nemendur sótt um háskólanám í haust.

Aðsókin er mest að stærsta háskóla landsins, Kaupmannahafnarháskóla en þar vilja rúmlega 12 þúsund nemendur komast að. Þetta er 12% aukning á umsóknum miðað við síðasta ár.

Árósaháskóli hefur tilkynnt að tæplega 8.600 nemendur sæki um vist þar sem er aukning um 10% frá því í fyrra. Aðrir háskólar landsins eins og Syddansk háskólinn og Háskólamiðstöðin í Hróarskeldu tilkynna um svipaða aukningu.

Claus Nilesen námsstjóri Kaupmannahafnarháskóla segir tvær höfuðskýringar á þessum áhuga. Annarsvegar séu óvenjustórir árgangar nemenda nú að ljúka menntaskólanámi og hinsvegar sé mjög hátt hlutfall ungs fólks atvinnulaust í Danmörku. Hinir atvinnulausu vilji því nota tækifærið til menntunnar til að auka líkur sínar á að fá gott starf í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×