Erlent

Áttræður maður í hjólastól myrti eiginkonuna

Búist er við að maðurinn fái fimm ára fangelsisdóm fyrir morðið.
Búist er við að maðurinn fái fimm ára fangelsisdóm fyrir morðið.

Áttræður Bandaríkjamaður hefur viðkennt að hafa myrt 75 ára eiginkonu sína sem hann grunaði um að væri að halda fram hjá sér. Maðurinn kyrkti eiginkonuna en athygli vekur að hann er bundinn við hjólastól og heilsulítill.

Maðurinn er fæddur Þjóðverji og gegndi 15 ára gamall herþjónustu síðustu daga daga seinni heimsstyrjaraldarinnar. Eftir stríðið giftist hann konunni og saman fluttu þau til Bandaríkjanna þar sem þau gerðust síðar bandarískir ríkisborgarar. Maðurinn á sér ekki sögu sem ofbeldismaður. Búist er við að hann fái fimm ára fangelsisdóm fyrir morðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×