Kærir framhjáhaldsfrétt 7. september 2010 11:00 Asthon Kutcher á að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, Demi Moore. Hann hyggst höfða mál á hendur The Star sem birti fréttina. nordicphotos/getty Ashton Kutcher hyggst kæra bandaríska tímaritið Star dragi þeir ekki fréttina um sig og meint framhjáhald sitt tilbaka. Ritstjórn blaðsins segist standa við fréttina. Hollywood logar nú stafnana á milli vegna frétta um að Ashton Kutcher hafi haldið framhjá eiginkonu sinni, Demi Moore. Bæði tvö vísa þó þessum fréttum á bug og Kutcher hefur hótað málsókn með tilheyrandi lögfræðingaher. Fjölmiðlar hafa fylgst grannt með þessu hjónabandi enda stingur það í stúf við óskrifaðar reglur kvikmyndaborgarinnar þar sem karlinn er yfirleitt helmingi eldri en konan. Hjá Kutcher og Moore er dæmið hins vegar öfugt; Demi er fimmtán árum eldri en leikarinn. Það var slúðurtímaritið Star Magazine sem greindi frá því að sést hefði til leikarans kyssa fallega, ljóshærða stúlku á veitingastað fyrir skemmstu. Kutcher og ónefnda stúlkan eiga að hafa náð vel saman, kelað eins og þau ættu lífið að leysa á meðan sjónarvottar stóðu agndofa yfir framkomu Kutcher en hann og Moore hafa verið gift í fimm ár. „Ashton og stúlkan voru í innilegum faðmlögum í einu skotinu við klósettin á veitingastaðnum. Það kom mér á óvart að sjá hann láta svo vel að stúlku sem augljóslega var ekki Demi," sagði sjónarvotturinn við The Star. Blaðið hafði jafnframt eftir vinkonu Moore að leikkonan ku hafa óttast hið versta allt frá því hún tók saman við Kutcher. „Það er fimmtán ára aldursmunur á þeim og vinir Demi sögðu henni að sambandið mundi aldrei ganga upp. Þegar hún kemst að þessu mun hún brotna niður," hafði Star eftir vinkonunni. Leikkonan sjálf hefur hins vegar sagst ætla að standa með sínum manni. Bandarískir fjölmiðlar höfðu síðan eftir talsmönnum The Star í gær að þeir hyggðust standa við sína frétt og óttuðust ekki lögsókn af hendi leikarahjónanna. Ashton og Demi mættu síðan saman til leikarans James Van Der Beek um helgina til að samgleðjast honum með brúðkaupið sitt en hann gekk í það heilaga fyrir skemmstu og á von á barni. Sjónarvottar höfðu á orði að erfiðleikarnir virtust síður en svo hafa stíað þeim í sundur. Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Ashton Kutcher hyggst kæra bandaríska tímaritið Star dragi þeir ekki fréttina um sig og meint framhjáhald sitt tilbaka. Ritstjórn blaðsins segist standa við fréttina. Hollywood logar nú stafnana á milli vegna frétta um að Ashton Kutcher hafi haldið framhjá eiginkonu sinni, Demi Moore. Bæði tvö vísa þó þessum fréttum á bug og Kutcher hefur hótað málsókn með tilheyrandi lögfræðingaher. Fjölmiðlar hafa fylgst grannt með þessu hjónabandi enda stingur það í stúf við óskrifaðar reglur kvikmyndaborgarinnar þar sem karlinn er yfirleitt helmingi eldri en konan. Hjá Kutcher og Moore er dæmið hins vegar öfugt; Demi er fimmtán árum eldri en leikarinn. Það var slúðurtímaritið Star Magazine sem greindi frá því að sést hefði til leikarans kyssa fallega, ljóshærða stúlku á veitingastað fyrir skemmstu. Kutcher og ónefnda stúlkan eiga að hafa náð vel saman, kelað eins og þau ættu lífið að leysa á meðan sjónarvottar stóðu agndofa yfir framkomu Kutcher en hann og Moore hafa verið gift í fimm ár. „Ashton og stúlkan voru í innilegum faðmlögum í einu skotinu við klósettin á veitingastaðnum. Það kom mér á óvart að sjá hann láta svo vel að stúlku sem augljóslega var ekki Demi," sagði sjónarvotturinn við The Star. Blaðið hafði jafnframt eftir vinkonu Moore að leikkonan ku hafa óttast hið versta allt frá því hún tók saman við Kutcher. „Það er fimmtán ára aldursmunur á þeim og vinir Demi sögðu henni að sambandið mundi aldrei ganga upp. Þegar hún kemst að þessu mun hún brotna niður," hafði Star eftir vinkonunni. Leikkonan sjálf hefur hins vegar sagst ætla að standa með sínum manni. Bandarískir fjölmiðlar höfðu síðan eftir talsmönnum The Star í gær að þeir hyggðust standa við sína frétt og óttuðust ekki lögsókn af hendi leikarahjónanna. Ashton og Demi mættu síðan saman til leikarans James Van Der Beek um helgina til að samgleðjast honum með brúðkaupið sitt en hann gekk í það heilaga fyrir skemmstu og á von á barni. Sjónarvottar höfðu á orði að erfiðleikarnir virtust síður en svo hafa stíað þeim í sundur.
Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira