Erlent

Hæsta turni heims óvænt lokað

Óli Tynes skrifar
Burj Khalifa í Dubai.
Burj Khalifa í Dubai.

Lokað hefur verið fyrir gesti í hæstu byggingu heims Burj Khalifa turninum í Dubai. Engin skýring hefur verið gefin á þessari lokun.

Turninn sem er 828 metra hár var opnaður fjórða janúar síðastliðinn. Síðan hefur legið þangað slíkur straumur ferðamanna að það hefur þurft að panta aðgangsmiða marga daga fram í tímann.

Í tilkynningu frá eigandanum Emaar Properties segir aðeins að turninum hafi verið lokað vegna tæknilegera vandamála.

Húsið er 160 hæðir og þar verður blönduð byggð íbúða og fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×