Erlent

Mýflugur að drepa Dani

Óli Tynes skrifar
Hehe minn tími er kominn.
Hehe minn tími er kominn.

Viðkvæmir Danir eru að verða vitlausir á verstu mýflugnaplágu sem þeir hafa upplifað í seinni tíð.

Og skilja ekkert í að kvikindin skuli vera að hakka þá í sig núna, um miðjan september. Skýringin er þó einföld. Hiti og raki.

Hitinn í sumar var einni til einni og hálfri gráðu meiri en í meðalári. Úrkoman var sömuleiðis meiri.

Thomas Pape skordýrafræðingur við Náttúrufræðisafn ríkisins segir að ástæðan fyrir því að mýið er fyrst núna á ferðinni sé sú  að það þurfi fyrst að klekjast út í þeim mörgu vötnum og vatnspyttum sem myndast hafa.

Hitinn hafi stöðugt verið yfir 10 gráður jafnvel á nóttunni. Það séu kjöraðstæður fyrir mý.

Mörgum Dönum finnst mýflugurnar vera árásargjarnari en þær hafa verið. Pape segir að það sé misskilningur. Það sé einfaldlega miklu meira af þeim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×