Erlent

Lífshættuleg vitleysa -myndband

Óli Tynes skrifar

Svalastökk er það kallað nýjasta æðið sem er orðið eins og faraldur á Mallorca og Ibiza.

Það eru einkum dauðadrukkin bresk og þýsk ungmenni sem gera sér að leik að stökkva af hótelsvölum niður í sundlaugar.

Því hærra sem stökkið er þeim mun meiri eru fagnaðarlætin. Menn eru því jafnvel farnir að klifra upp á þök hótelanna.

En þetta getur verið dýrt gaman. Fjórir hafa beðið bana og þrjátíu stórslasast á eyjunum tveim þegar stökkin hafa misheppnast.

Mörg hótel eru búin að setja girðingar eða aðrar hindranir á svalir sínar til að reyna að koma í veg fyrir þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×