Erlent

Fimmtán fórust í flugslysi

MYNd/AP

Fimmtán fórust í flugslysi í Venesúela í gærkvöldi þegar flugvél á vegum ríkisflugfélagsins Conviasa skall til jarðar skömmu eftir flugtak í borginni Ciudad Guyana.

47 farþegar voru um borð og fjórir í áhöfn og komust hinir 36 lífs af að sögn flugmálayfirvalda. Skömmu áður en vélin hrapaði höfðu flugmennirnir sent út neyðarkall og tilkynnt um vélarbilun en óljóst er um orsök slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×