Schumacher elskar Suzuka 8. október 2010 10:00 Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira