Erlent

Ný ríkisstjórn mynduð í Hollandi, Wilders með

Beatrix Hollandsdrottning hefur beðið leiðtoga frjálslynda flokksins að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Stjórnin mun njóta stuðnings flokks Geert Wilders þar sem hún hefur ekki meirihluta á þingi Hollands.

Wilders er þekktur fyrir öfgafullar skoðanir í garð múslima og á raunar í dómsmáli vegna þeirra.

Meðal þess sem hin nýja stjórn hefur boðað er algert bann við að konur beri búrkur, og hylji þannig andlit sitt. Einnig á að herða reglur um innflytjendur til landsins og fjölga lögreglumönnum. Þar að auki á að skera niður fjárlög ríkisins um 18 milljarða evra fyrir árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×