Virkjum ódýrt – lokum Straumsvík 1. febrúar 2010 06:00 Gísli Hjálmtýsson skrifar um orkumál Mikið er rætt um nauðsyn þess að fara í stóriðjuframkvæmdir sem undirstöðu til endurreisnar íslensks efnahagslífs. Þrýst er á að hnekkja lýðræðislegri ákvörðun Hafnfirðinga um að hefta frekari útbreiðslu álversins í Straumsvík. Á sama tíma er talað um að fjárfesta stórfé í Helguvík, virkjunum, háspennulínum og öðrum nauðsynjum fyrir orkufrekan iðnað. Erfitt er að sjá hvernig á að fjármagna allar þessar framkvæmdir. Með skuldabréf ríkisins metin sem rusl verður nær ógerlegt fyrir sveitarfélög og fyrirtæki - og þar með talin orkufyrirtækin - að fjármagna sig á erlendum mörkuðum á viðskiptaforsendum. Eftir að hafa pissað yfir helstu vinaþjóðir okkar verður fjármögnun á pólitískum forsendum torsótt. Jafnvel ef lánsfé væri að fá, er staða þjóðarbúsins þannig að mjög vafasamt er að stofna til nýrra stórskulda. Hugmyndir þess efnis benda til að forystumenn þjóðarinnar átti sig ekki á þeim skuldavanda (eða endurfjármögnunarvanda) sem er fram undan og einkennist umræðan af sama óraunsæi og einkenndi orðafar og athafnir útrásarvíkinga jafnt sem stjórnmálamanna síðustu ár. En hvað annað kemur til greina? Virkjanir fyrir álver í Helguvík kosta í kringum 300 milljarða króna. Þetta fjármagn yrði að taka að láni erlendis með ábyrgð þjóðarinnar. Allt umstangið veldur þensluáhrifum á framkvæmdatímanum, þ.e. í 3-5 ár, þar með talið verða til allmörg ný störf á framkvæmdatímanum og síðan um 400 störf til framtíðar. Vaxtakostnaður af þessum framkvæmdum er varlega áætlaður um 16,5 milljarðar á ári í 25-40 ár. Í stað þess að reisa nýtt álver ættum við að loka álverinu í Straumsvík og breyta því í miðstöð nýsköpunar fyrir orkutengda starfsemi. Til að nýta hafnaraðstöðuna mætti nýta einn kerskálann fyrir sérhæfðan þunga- eða efnaiðnað. Í annan kerskálann mætti setja netþjónabú. Hvort tveggja er starfsemi sem getur greitt 6-7 sent á kwh í stað þeirra tveggja senta sem Alcan greiðir. Í þriðja skálann mætti síðan setja upp nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað. Sérhæfður þunga- eða efnaiðnaður sem myndi nýta um 120 MW og greiða 6-7 sent á kwh myndi tryggja óbreyttar tekjur af orkusölu miðað við tekjurnar af núverandi starfsemi. Höfnin, ferskvatn og stoðmannvirki myndu nýtast án mikils kostnaðar. Verkefnistengdur kostnaður yrði greiddur og fjármagnaður af erlendum eigendum verkefnisins. Gámavætt netþjónabú þarf stöðugar undirstöður, kælivatn og spennistöð fyrir lágspennu. Allt þetta er til staðar í Straumsvík. Umbreyting eins kerskálans fyrir slíkt netþjónabú krefst umtalsverðrar vinnu iðnaðarmanna sem myndi að mestu vera fjármögnuð af leigjendum, sem jafnframt ættu og fjármögnuðu gámana og tækjabúnað þeirra. Slíkt netþjónabú gæti keypt allt að 120 MW á verði sem gæti verið stighækkandi t.d. frá fjórum sentum í sjö sent á þremur árum. Nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað er löngu tímabær á Íslandi, og jákvæð endurnýting á aðstöðunni í Straumsvík. Gera má ráð fyrir að hin nýja Straumsvík myndi ráða sem flesta núverandi starfsmanna til hinnar nýju starfsemi. Jafnvel þótt ríkið ábyrgðist óbreytt laun fyrir alla þá sem misstu vinnuna væri sá kostnaður væntanlega vel innan við tveir milljarðar á ári. Önnur störf og afleidd störf yrðu fleiri en vegna álversins. Kostir þessa umfram nýtt álver í Helguvík með öllu tilheyrandi eru umtalsverðir og jákvæð áhrif á hagvöxt veruleg og varanlegri. Svæðið er tilbúið og því engin þörf fyrir skuldsetningu landsins vegna stoðvirkja; engin fjárfesting í virkjun, engin fjárfesting í háspennulínum, engin fjárfesting í höfn eða öðrum stoðvirkjum. Fjármögnun umbreytingar svæðisins kæmi frá erlendum leigjendum/eigendum tveggja verkefnanna og myndi fela í sér umtalsverðar framkvæmdir og vinnu, sem að langmestum hluta yrði unnin af Íslendingum. Breytingu þriðja kerskálans í nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað mætti auðveldlega fjármagna með innlendu fjármagni. Orkusölutekjur af hinni nýju Straumsvík yrðu tvöfalt meiri heldur en af núverandi starfsemi. Tekjuaukningin kæmi án viðbótarskuldsetningar þjóðarinnar og vaxtagreiðslna. Ofan á það bættist svo ávinningur af Nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað. Að auki yrði nýja starfsemin umtalsvert umhverfisvænni en starfsemi álversins. Ef gert er ráð fyrir tveimur milljörðum ár ári sem framlagi til reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar, yrði heildarkostnaður þjóðarinnar vegna sólarlags álversins og reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar innan við fjórðungur vaxtakostnaður virkjana fyrir álver í Helguvík. Við Íslendingar erum yfirskuldsett þjóð og horfum fram á gríðarlegan fjármögnunarvanda næstu árin. Við megum ekki skuldsetja okkur enn frekar. Ég skora á Hafnfirðinga, stjórnvöld og nýjan forstjóra Landsvirkjunar að hafna frekari virkjunum í bráð, hafna frekari lántökum þjóðarinnar í þágu stóriðju og hafna stækkun álversins í Straumsvík. Þess í stað skora ég á hlutaðeigandi að loka álverinu í Straumsvík, og endurnýta svæðið fyrir orkutengda nýsköpun, og selja orkuna á þreföldu því verði sem nú er gert. Höfundur er stjórnarformaður Thule Investments. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Gísli Hjálmtýsson skrifar um orkumál Mikið er rætt um nauðsyn þess að fara í stóriðjuframkvæmdir sem undirstöðu til endurreisnar íslensks efnahagslífs. Þrýst er á að hnekkja lýðræðislegri ákvörðun Hafnfirðinga um að hefta frekari útbreiðslu álversins í Straumsvík. Á sama tíma er talað um að fjárfesta stórfé í Helguvík, virkjunum, háspennulínum og öðrum nauðsynjum fyrir orkufrekan iðnað. Erfitt er að sjá hvernig á að fjármagna allar þessar framkvæmdir. Með skuldabréf ríkisins metin sem rusl verður nær ógerlegt fyrir sveitarfélög og fyrirtæki - og þar með talin orkufyrirtækin - að fjármagna sig á erlendum mörkuðum á viðskiptaforsendum. Eftir að hafa pissað yfir helstu vinaþjóðir okkar verður fjármögnun á pólitískum forsendum torsótt. Jafnvel ef lánsfé væri að fá, er staða þjóðarbúsins þannig að mjög vafasamt er að stofna til nýrra stórskulda. Hugmyndir þess efnis benda til að forystumenn þjóðarinnar átti sig ekki á þeim skuldavanda (eða endurfjármögnunarvanda) sem er fram undan og einkennist umræðan af sama óraunsæi og einkenndi orðafar og athafnir útrásarvíkinga jafnt sem stjórnmálamanna síðustu ár. En hvað annað kemur til greina? Virkjanir fyrir álver í Helguvík kosta í kringum 300 milljarða króna. Þetta fjármagn yrði að taka að láni erlendis með ábyrgð þjóðarinnar. Allt umstangið veldur þensluáhrifum á framkvæmdatímanum, þ.e. í 3-5 ár, þar með talið verða til allmörg ný störf á framkvæmdatímanum og síðan um 400 störf til framtíðar. Vaxtakostnaður af þessum framkvæmdum er varlega áætlaður um 16,5 milljarðar á ári í 25-40 ár. Í stað þess að reisa nýtt álver ættum við að loka álverinu í Straumsvík og breyta því í miðstöð nýsköpunar fyrir orkutengda starfsemi. Til að nýta hafnaraðstöðuna mætti nýta einn kerskálann fyrir sérhæfðan þunga- eða efnaiðnað. Í annan kerskálann mætti setja netþjónabú. Hvort tveggja er starfsemi sem getur greitt 6-7 sent á kwh í stað þeirra tveggja senta sem Alcan greiðir. Í þriðja skálann mætti síðan setja upp nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað. Sérhæfður þunga- eða efnaiðnaður sem myndi nýta um 120 MW og greiða 6-7 sent á kwh myndi tryggja óbreyttar tekjur af orkusölu miðað við tekjurnar af núverandi starfsemi. Höfnin, ferskvatn og stoðmannvirki myndu nýtast án mikils kostnaðar. Verkefnistengdur kostnaður yrði greiddur og fjármagnaður af erlendum eigendum verkefnisins. Gámavætt netþjónabú þarf stöðugar undirstöður, kælivatn og spennistöð fyrir lágspennu. Allt þetta er til staðar í Straumsvík. Umbreyting eins kerskálans fyrir slíkt netþjónabú krefst umtalsverðrar vinnu iðnaðarmanna sem myndi að mestu vera fjármögnuð af leigjendum, sem jafnframt ættu og fjármögnuðu gámana og tækjabúnað þeirra. Slíkt netþjónabú gæti keypt allt að 120 MW á verði sem gæti verið stighækkandi t.d. frá fjórum sentum í sjö sent á þremur árum. Nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað er löngu tímabær á Íslandi, og jákvæð endurnýting á aðstöðunni í Straumsvík. Gera má ráð fyrir að hin nýja Straumsvík myndi ráða sem flesta núverandi starfsmanna til hinnar nýju starfsemi. Jafnvel þótt ríkið ábyrgðist óbreytt laun fyrir alla þá sem misstu vinnuna væri sá kostnaður væntanlega vel innan við tveir milljarðar á ári. Önnur störf og afleidd störf yrðu fleiri en vegna álversins. Kostir þessa umfram nýtt álver í Helguvík með öllu tilheyrandi eru umtalsverðir og jákvæð áhrif á hagvöxt veruleg og varanlegri. Svæðið er tilbúið og því engin þörf fyrir skuldsetningu landsins vegna stoðvirkja; engin fjárfesting í virkjun, engin fjárfesting í háspennulínum, engin fjárfesting í höfn eða öðrum stoðvirkjum. Fjármögnun umbreytingar svæðisins kæmi frá erlendum leigjendum/eigendum tveggja verkefnanna og myndi fela í sér umtalsverðar framkvæmdir og vinnu, sem að langmestum hluta yrði unnin af Íslendingum. Breytingu þriðja kerskálans í nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað mætti auðveldlega fjármagna með innlendu fjármagni. Orkusölutekjur af hinni nýju Straumsvík yrðu tvöfalt meiri heldur en af núverandi starfsemi. Tekjuaukningin kæmi án viðbótarskuldsetningar þjóðarinnar og vaxtagreiðslna. Ofan á það bættist svo ávinningur af Nýsköpunarmiðstöð fyrir grænan orkutengdan iðnað. Að auki yrði nýja starfsemin umtalsvert umhverfisvænni en starfsemi álversins. Ef gert er ráð fyrir tveimur milljörðum ár ári sem framlagi til reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar, yrði heildarkostnaður þjóðarinnar vegna sólarlags álversins og reksturs nýsköpunarmiðstöðvarinnar innan við fjórðungur vaxtakostnaður virkjana fyrir álver í Helguvík. Við Íslendingar erum yfirskuldsett þjóð og horfum fram á gríðarlegan fjármögnunarvanda næstu árin. Við megum ekki skuldsetja okkur enn frekar. Ég skora á Hafnfirðinga, stjórnvöld og nýjan forstjóra Landsvirkjunar að hafna frekari virkjunum í bráð, hafna frekari lántökum þjóðarinnar í þágu stóriðju og hafna stækkun álversins í Straumsvík. Þess í stað skora ég á hlutaðeigandi að loka álverinu í Straumsvík, og endurnýta svæðið fyrir orkutengda nýsköpun, og selja orkuna á þreföldu því verði sem nú er gert. Höfundur er stjórnarformaður Thule Investments.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar