Pistill: Minning um góðan mann Friðrik Indriðason skrifar 1. febrúar 2010 18:47 Ég kynntist Steingrími Hermannssyni sem ungur blaðamaður á Tímanum í lok áttunda áratugarins á síðustu öld. Hann var um margt markverður stjórnmálamaður og hefur að mínu mati endurspeglað best hina íslensku þjóðarsál af þeim forsætisráðherrum sem hafa gengt því embætti frá lýðveldisstofnun. Ég kynntist Steingrími fyrst persónulega í ferð vestur á Bolungavík, að mig minnir að vígja eitthverja fiskvinnslustöð, en Steingrímur var þá í stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ég fékk, sem blaðamaður á Tímanum, far með ráðherranum vestur á firði í lítilli fjögurra manna rellu. Frammí sat Steingrímur og aftur í undirritaður og að mig minnir ráðuneytissjóri hans. Á leiðinni vestur spjallaði Steingrímur mikið við flugmanninn og fékk að endingu að prufa græjurnar og stjórna vélinni um stund. Þegar við komum vestur og áttum að lenda á einhverri lítilli malarbraut meðfram fjalli í næsta firði var komið aftakaveður með miklum vindsveipum. Flugmaðurinn ákvað samt að lenda enda sagði Steingrímur það nauðsynlegt þar sem um heimakjördæmi hans væri að ræða. Stormurinn stóð niður fjallshlíðina þannig að flugmaðurinn þurfti að koma á rellunni þvert á brautina og svo á lokasekúndunni áður en hann snerti brautina að snúa henni rétt í brautarstefnu. Við aftursætisfarþegarnir vorum í nettu áfalli meðan á þessu stóð en Steingrímur hafði orð á því við flugmanninn, með rólegri röddu sinni, hvort ekki væri réttar að lenda á brautinni fremur en upp í fjallshlíðinni. Allt reddaðist þetta eins og sagt er og sagan er fyrst og fremst merki um hve æðrulaus og innilegur Steingrímur var í persónulegum sem og opinberum samskiptum. Þegar toppfundur þeirra Reagan og Gorbasjov var í hámæli árið 1986 í Reykjavík gat fréttalið frá einni af stærstu sjónvarpsstöðvum í heimi tekið viðtal við forsætisráðherra Íslands þar sem hann stóð á sundskýlunni á laugarbakkanum í Laugardal. Þetta er að mínu mati einhver besta landkynning sögunnar hérlendis á seinni tímum. Hægt væri að rifja upp margar sögur af Steingrími en allar eiga þær það sammerkt að hann var þvottekta Íslendingur og naut þess vegna vinsælda langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins. Hann var fulltrúi alls þess besta sem finna má í íslenskri þjóðarsál, Og hann var ekki í vandræðum með að viðurkenna mistök sín. Nokkuð sem aðrir í íslenskum stjórnmálum gætu lært eitthvað af. Steingrímur er nú farinn á vit forferðra sinna. En orðstír hans lifir í minningu þeirra sem kynntust honum, hvort sem var persónulega eða opinberlega. Þjóðin mun sakna Steingríms Hermannssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ég kynntist Steingrími Hermannssyni sem ungur blaðamaður á Tímanum í lok áttunda áratugarins á síðustu öld. Hann var um margt markverður stjórnmálamaður og hefur að mínu mati endurspeglað best hina íslensku þjóðarsál af þeim forsætisráðherrum sem hafa gengt því embætti frá lýðveldisstofnun. Ég kynntist Steingrími fyrst persónulega í ferð vestur á Bolungavík, að mig minnir að vígja eitthverja fiskvinnslustöð, en Steingrímur var þá í stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ég fékk, sem blaðamaður á Tímanum, far með ráðherranum vestur á firði í lítilli fjögurra manna rellu. Frammí sat Steingrímur og aftur í undirritaður og að mig minnir ráðuneytissjóri hans. Á leiðinni vestur spjallaði Steingrímur mikið við flugmanninn og fékk að endingu að prufa græjurnar og stjórna vélinni um stund. Þegar við komum vestur og áttum að lenda á einhverri lítilli malarbraut meðfram fjalli í næsta firði var komið aftakaveður með miklum vindsveipum. Flugmaðurinn ákvað samt að lenda enda sagði Steingrímur það nauðsynlegt þar sem um heimakjördæmi hans væri að ræða. Stormurinn stóð niður fjallshlíðina þannig að flugmaðurinn þurfti að koma á rellunni þvert á brautina og svo á lokasekúndunni áður en hann snerti brautina að snúa henni rétt í brautarstefnu. Við aftursætisfarþegarnir vorum í nettu áfalli meðan á þessu stóð en Steingrímur hafði orð á því við flugmanninn, með rólegri röddu sinni, hvort ekki væri réttar að lenda á brautinni fremur en upp í fjallshlíðinni. Allt reddaðist þetta eins og sagt er og sagan er fyrst og fremst merki um hve æðrulaus og innilegur Steingrímur var í persónulegum sem og opinberum samskiptum. Þegar toppfundur þeirra Reagan og Gorbasjov var í hámæli árið 1986 í Reykjavík gat fréttalið frá einni af stærstu sjónvarpsstöðvum í heimi tekið viðtal við forsætisráðherra Íslands þar sem hann stóð á sundskýlunni á laugarbakkanum í Laugardal. Þetta er að mínu mati einhver besta landkynning sögunnar hérlendis á seinni tímum. Hægt væri að rifja upp margar sögur af Steingrími en allar eiga þær það sammerkt að hann var þvottekta Íslendingur og naut þess vegna vinsælda langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins. Hann var fulltrúi alls þess besta sem finna má í íslenskri þjóðarsál, Og hann var ekki í vandræðum með að viðurkenna mistök sín. Nokkuð sem aðrir í íslenskum stjórnmálum gætu lært eitthvað af. Steingrímur er nú farinn á vit forferðra sinna. En orðstír hans lifir í minningu þeirra sem kynntust honum, hvort sem var persónulega eða opinberlega. Þjóðin mun sakna Steingríms Hermannssonar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar