Opinber hlutafélög og hlutur kvenna í stjórnum Jónína Bjartmarz skrifar 1. febrúar 2010 06:00 Með breytingu á lögum um hlutafélög vorið 2006 samþykkti Alþingi nokkur sérákvæði um opinber hlutafélög, ohf., sem ætlað var að skapa aukið gagnsæi og aðhald um rekstur og starfsemi þeirra (lög nr. 90/2006). Meðal annars var lögleidd skilgreining á opinberum hlutafélögum, þ e. til hverra hlutafélaga sérreglurnar tækju, settar voru sérreglur um upplýsingagjöf stjórnarmanna og framkvæmdastjóra um eign í félögum, ákvæði um vissa upplýsingaskyldu þessarar tegundar hlutafélaga, sem eru undanþegin bæði ákvæðum stjórnsýslu- og upplýsingalaga, um rétt kjörinna fulltrúa, alþingismanna eða sveitarstjórnarmanna eftir atvikum, til setu á aðalfundum og rétt sömu til að bera fram fyrirspurnir og um aðgang fjölmiðla og skyldu til að boða þá á aðalfundi. Þegar frumvarpið að lögunum var lagt fram var sérstakt ákvæði um kyn stjórnarmanna sem hljóðaði svo: „Við kjör í stjórn opinbers hlutafélags skal gæta sérstaklega að lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla." „Einungis að teknu tilliti til oddatölu stjórnarmanna“Í meðförum þingsins kom í ljós allvíðtækur vilji til að kveða sterkar að orði um jafnan hlut kynjanna í stjórnum þessarar tegundar hlutafélaga og var meðal annars vísað til þess að ríkinu bæri að skapa fyrirtækjum í einkaeigu fordæmi að þessu leyti auk þess að vera sjálfu sér samkvæmt og þeim stefnumiðum sem Alþingi hafði ítrekað sett með jafnréttislögum. Við lokaatkvæðagreiðslu reyndist meirihlutavilji á Alþingi fyrir þeirri breytingatillögu af tveimur sem lengra gekk og kvað á um að við kjör í stjórn opinbers hlutafélags skuli tryggt „að í stjórninni sitji sem næst jafnmargar konur og karlar". Í þessu felst að hlutur kynjanna skal vera eins jafn og oddatala stjórnarmanna leyfir, þ.e. að stjórnir ohf. skuli skipa sem næst jafnmargar konur og karlar einungis að teknu tilliti til oddatölu stjórnarmanna, eins og skýrt kom fram í umræðum á Alþingi og í atkvæðaskýringu undirritaðrar, flutningsmanns breytingartillögunnar. Hvaða hlutafélög eru opinber?Á þessum tíma, rétt fyrir þingfrestun vorið 2006, reyndist undir meðferð málsins ekki hægt að fá upplýsingar um hvaða hlutafélög væru opinber skv. þeirri skilgreiningu sem Alþingi lögleiddi og enn þann dag í dag er margt á huldu í því efni, a.m.k. er hvergi að finna yfirlit eða tæmandi talningu á ohf. Þannig eru skv. nefndaráliti 1. minnihluta viðskiptanefndar Alþingis, dags. 12. des. 2009, (Þskj. 426-71. mál) - um frumvarp til laga um breytingu á hlutafélagalögum - opinber hlutafélög 5 talsins, en skv. upplýsingum sem ég hef aflað og finnast m.a. í ríkisreikningi eru þau 9 eftirgreind; Flugstoðir ohf., Keflavíkurflugvöllur ohf., Matís ohf., Neyðarlínan ohf., Orkubú Vestfjarða ohf., Rarik ohf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Suðurlindir ohf. og Ríkisútvarpið ohf. Samsetning stjórna þessara félaga sýnir að vel hefur tekist til að framfylgja ákvæðunum um jafnan hlut kynjanna, ef frá er talið Suðurlindir ohf. með aðeins eina konu í 5 manna stjórn. Skv. 2. málsgrein 1. gr. laga um hlutafélög merkir opinbert hlutafélag „… félag sem hið opinbera, einn eða fleiri hluthafar, á að öllu leyti, beint eða óbeint. Slíkum félögum einum er rétt og skylt að hafa orðin opinbert hlutafélag í heiti sínu eða skammstöfunina ohf. og má tengja orðin eða skammstöfunina heiti eða skammstöfun á hlutafélagi." Af þessari skilgreiningu er ljóst að hvorki ríki né sveitarfélög eiga val um hvort félög í þeirra eigu beri ohf. í nafni sínu, svo framarlega sem eignarhald þeirra er eins og ákvæðið lýsir. Hvað með öll hin félögin í „opinberri eigu“?Hvað með önnur félög, sem líka er að finna í ríkisreikningi og hvað með öll nýju félögin sem hið opinbera, ríki og/eða sveitarfélög, eiga að öllu leyti, beint eða óbeint? Hvað t.d. með nýju bankana og dótturfélög þeirra á meðan íslenska ríkið var eini hluthafinn? Nú á þetta kannski aðeins við um nýja Landsbankann, sem heitir að ég held NBI hf. Er það með vilja eða fyrir vankunnáttu og hyskni að skyldubundna ákvæðinu skv. skilgreiningunni í hlutafélagalögunum er ekki fylgt um þau félög. - Eins og ég gat um í upphafi þá ná sérákvæði laganna til annars og fleira en kynjahlutfalls í stjórnum og því tel ég það forgangsmál á þessum síðustu og verstu tímum fyrir ríkisstjórn sem kvaðst vilja kenna sig við gagnsæa stjórnarhætti og opna og lýðræðislega stjórnsýslu að tryggja að þessum lögum sé fylgt. Sá réttur sem lögin veita kjörnum fulltrúum felur jafnframt í sér a.m.k. siðferðilega skyldu til eftirlits og aðhalds með opinberum hlutafélögum. Því er það eðlileg og sjálfsögð krafa til alþingismanna og sveitarstjórnarmanna, þeir gangi á eftir réttri framkvæmd laganna og byrji á því að tryggja að öll félög sem skilgreining þeirra tekur til beri ohf. í heiti sínu. Hver ber ábyrgðina á framkvæmdinni?Engan veginn liggur í augum uppi hvar ábyrgðin á þessari lagaframkvæmd liggur. Er framkvæmdin alfarið á ábyrgð viðskiptaráðherra eða fjármálaráðherra, sem að því ég best veit fer með hlutabréf ríkisins í þeim félögum sem ríkið á, eða jafnvel félagsmálaráðherra, a.m.k. hvað varðar ákvæðið sem lýtur að jöfnum hlut kynjanna? Ber sá síðastnefndi, sem ráðherra sveitarstjórnamála ábyrgð á lagaframkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, hvað varðar hlutafélög í þeirra eigu? Það voru upp til hópa karlar sem komu okkur á þann efnahagslega kalda klaka sem þjóðin nú finnur sig á. Sú staðreynd ein og sér, að viðbættum ýmsum rannsóknum, sem meðal annars sýna meiri arðsemi fyrirtækja með stjórnum skipuðum jafnt konum og körlum, ætti að duga stjórnvöldum til að grípa í taumana, jafnvel þó lagaskyldan um jafnan hlut kynjanna væri ekki fyrir hendi. Ímynd ÍslandsÁstæða þess að ég fór að skoða þessi mál, eftir nokkurt hlé, var fyrirspurn sem mér var send, af alþjóðlegum samtökum fyrir auknum efnahagslegum áhrifum og völdum kvenna, um hlut kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, með sérstaka áherslu á opinberu hlutafélögin og reynsluna af sérákvæði þeirra, sem ekki hafði tekist að afla trúverðugra upplýsinga um úr stjórnsýslunni. Þar til fyrir liggur hver þau eru í raun, opinberu hlutafélögin skv. skilgeiningu hlutafélagalaga, er engu hægt að svara sannleikanum samkvæmt um hlut kvenna í stjórnum íslenskra ohf. - sem auk annars er afleitt fyrir ímynd Íslands á margvíslegum vettvangi erlendis. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Með breytingu á lögum um hlutafélög vorið 2006 samþykkti Alþingi nokkur sérákvæði um opinber hlutafélög, ohf., sem ætlað var að skapa aukið gagnsæi og aðhald um rekstur og starfsemi þeirra (lög nr. 90/2006). Meðal annars var lögleidd skilgreining á opinberum hlutafélögum, þ e. til hverra hlutafélaga sérreglurnar tækju, settar voru sérreglur um upplýsingagjöf stjórnarmanna og framkvæmdastjóra um eign í félögum, ákvæði um vissa upplýsingaskyldu þessarar tegundar hlutafélaga, sem eru undanþegin bæði ákvæðum stjórnsýslu- og upplýsingalaga, um rétt kjörinna fulltrúa, alþingismanna eða sveitarstjórnarmanna eftir atvikum, til setu á aðalfundum og rétt sömu til að bera fram fyrirspurnir og um aðgang fjölmiðla og skyldu til að boða þá á aðalfundi. Þegar frumvarpið að lögunum var lagt fram var sérstakt ákvæði um kyn stjórnarmanna sem hljóðaði svo: „Við kjör í stjórn opinbers hlutafélags skal gæta sérstaklega að lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla." „Einungis að teknu tilliti til oddatölu stjórnarmanna“Í meðförum þingsins kom í ljós allvíðtækur vilji til að kveða sterkar að orði um jafnan hlut kynjanna í stjórnum þessarar tegundar hlutafélaga og var meðal annars vísað til þess að ríkinu bæri að skapa fyrirtækjum í einkaeigu fordæmi að þessu leyti auk þess að vera sjálfu sér samkvæmt og þeim stefnumiðum sem Alþingi hafði ítrekað sett með jafnréttislögum. Við lokaatkvæðagreiðslu reyndist meirihlutavilji á Alþingi fyrir þeirri breytingatillögu af tveimur sem lengra gekk og kvað á um að við kjör í stjórn opinbers hlutafélags skuli tryggt „að í stjórninni sitji sem næst jafnmargar konur og karlar". Í þessu felst að hlutur kynjanna skal vera eins jafn og oddatala stjórnarmanna leyfir, þ.e. að stjórnir ohf. skuli skipa sem næst jafnmargar konur og karlar einungis að teknu tilliti til oddatölu stjórnarmanna, eins og skýrt kom fram í umræðum á Alþingi og í atkvæðaskýringu undirritaðrar, flutningsmanns breytingartillögunnar. Hvaða hlutafélög eru opinber?Á þessum tíma, rétt fyrir þingfrestun vorið 2006, reyndist undir meðferð málsins ekki hægt að fá upplýsingar um hvaða hlutafélög væru opinber skv. þeirri skilgreiningu sem Alþingi lögleiddi og enn þann dag í dag er margt á huldu í því efni, a.m.k. er hvergi að finna yfirlit eða tæmandi talningu á ohf. Þannig eru skv. nefndaráliti 1. minnihluta viðskiptanefndar Alþingis, dags. 12. des. 2009, (Þskj. 426-71. mál) - um frumvarp til laga um breytingu á hlutafélagalögum - opinber hlutafélög 5 talsins, en skv. upplýsingum sem ég hef aflað og finnast m.a. í ríkisreikningi eru þau 9 eftirgreind; Flugstoðir ohf., Keflavíkurflugvöllur ohf., Matís ohf., Neyðarlínan ohf., Orkubú Vestfjarða ohf., Rarik ohf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Suðurlindir ohf. og Ríkisútvarpið ohf. Samsetning stjórna þessara félaga sýnir að vel hefur tekist til að framfylgja ákvæðunum um jafnan hlut kynjanna, ef frá er talið Suðurlindir ohf. með aðeins eina konu í 5 manna stjórn. Skv. 2. málsgrein 1. gr. laga um hlutafélög merkir opinbert hlutafélag „… félag sem hið opinbera, einn eða fleiri hluthafar, á að öllu leyti, beint eða óbeint. Slíkum félögum einum er rétt og skylt að hafa orðin opinbert hlutafélag í heiti sínu eða skammstöfunina ohf. og má tengja orðin eða skammstöfunina heiti eða skammstöfun á hlutafélagi." Af þessari skilgreiningu er ljóst að hvorki ríki né sveitarfélög eiga val um hvort félög í þeirra eigu beri ohf. í nafni sínu, svo framarlega sem eignarhald þeirra er eins og ákvæðið lýsir. Hvað með öll hin félögin í „opinberri eigu“?Hvað með önnur félög, sem líka er að finna í ríkisreikningi og hvað með öll nýju félögin sem hið opinbera, ríki og/eða sveitarfélög, eiga að öllu leyti, beint eða óbeint? Hvað t.d. með nýju bankana og dótturfélög þeirra á meðan íslenska ríkið var eini hluthafinn? Nú á þetta kannski aðeins við um nýja Landsbankann, sem heitir að ég held NBI hf. Er það með vilja eða fyrir vankunnáttu og hyskni að skyldubundna ákvæðinu skv. skilgreiningunni í hlutafélagalögunum er ekki fylgt um þau félög. - Eins og ég gat um í upphafi þá ná sérákvæði laganna til annars og fleira en kynjahlutfalls í stjórnum og því tel ég það forgangsmál á þessum síðustu og verstu tímum fyrir ríkisstjórn sem kvaðst vilja kenna sig við gagnsæa stjórnarhætti og opna og lýðræðislega stjórnsýslu að tryggja að þessum lögum sé fylgt. Sá réttur sem lögin veita kjörnum fulltrúum felur jafnframt í sér a.m.k. siðferðilega skyldu til eftirlits og aðhalds með opinberum hlutafélögum. Því er það eðlileg og sjálfsögð krafa til alþingismanna og sveitarstjórnarmanna, þeir gangi á eftir réttri framkvæmd laganna og byrji á því að tryggja að öll félög sem skilgreining þeirra tekur til beri ohf. í heiti sínu. Hver ber ábyrgðina á framkvæmdinni?Engan veginn liggur í augum uppi hvar ábyrgðin á þessari lagaframkvæmd liggur. Er framkvæmdin alfarið á ábyrgð viðskiptaráðherra eða fjármálaráðherra, sem að því ég best veit fer með hlutabréf ríkisins í þeim félögum sem ríkið á, eða jafnvel félagsmálaráðherra, a.m.k. hvað varðar ákvæðið sem lýtur að jöfnum hlut kynjanna? Ber sá síðastnefndi, sem ráðherra sveitarstjórnamála ábyrgð á lagaframkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, hvað varðar hlutafélög í þeirra eigu? Það voru upp til hópa karlar sem komu okkur á þann efnahagslega kalda klaka sem þjóðin nú finnur sig á. Sú staðreynd ein og sér, að viðbættum ýmsum rannsóknum, sem meðal annars sýna meiri arðsemi fyrirtækja með stjórnum skipuðum jafnt konum og körlum, ætti að duga stjórnvöldum til að grípa í taumana, jafnvel þó lagaskyldan um jafnan hlut kynjanna væri ekki fyrir hendi. Ímynd ÍslandsÁstæða þess að ég fór að skoða þessi mál, eftir nokkurt hlé, var fyrirspurn sem mér var send, af alþjóðlegum samtökum fyrir auknum efnahagslegum áhrifum og völdum kvenna, um hlut kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, með sérstaka áherslu á opinberu hlutafélögin og reynsluna af sérákvæði þeirra, sem ekki hafði tekist að afla trúverðugra upplýsinga um úr stjórnsýslunni. Þar til fyrir liggur hver þau eru í raun, opinberu hlutafélögin skv. skilgeiningu hlutafélagalaga, er engu hægt að svara sannleikanum samkvæmt um hlut kvenna í stjórnum íslenskra ohf. - sem auk annars er afleitt fyrir ímynd Íslands á margvíslegum vettvangi erlendis. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun