Erlent

Brown kom ekki nálægt ákvörðun um Íraksstríðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fullyrt er að Gordon Brown hafi ekki komið nálægt ákvörðuninni um innrás í Írak.
Fullyrt er að Gordon Brown hafi ekki komið nálægt ákvörðuninni um innrás í Írak.
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, kom hvergi nærri ákvörðunum um þátttöku Breta í innrásinni í Írak og hafði ekki skoðanir á henni. Þetta sagði Clare Short, fyrrverandi þróunarmálaráðherra Breta, á BBC fréttastöðinni í gær.

Umfangsmikil rannsókn stendur nú yfir í Bretlandi um aðdragandann að innrásinni í Írak. Brown var fjármálaráðherra þegar ákvörðun um þátttöku Breta í innrásinni var tekin.

Clare Short sagði að Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Breta, hafi hundsað álit Browns þegar að hann tók ákvörðunina. Brown hafi sjálfur óttast að Blair hafi á þeim tíma ætlað að hrekja sig úr embætti fjármálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×