Erlent

Clegg lofar umbótum

Nick Clegg sést hér með eiginkonu sinni í kosningabaráttunni.
Nick Clegg sést hér með eiginkonu sinni í kosningabaráttunni. Mynd/AP

Nick Clegg, varaforsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir að með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar verði gerðar einhverjar mestu breytingar í lýðræðismálum í landinu í um tvö hundrað ár. Dregið verði úr áhrifum stjórnvalda og almenningur muni fá aukinn völd.

Frjálslyndir mynduðu fyrr í mánuðinum ríkisstjórn með íhaldsmönnum. Stjórnin hyggst meðal annars stokka upp kosningakerfi landsins, en það var ein af kröfum Frjálslyndra demókrata í stjórnarmyndunarviðræðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×