Erlent

Kona í fyrsta sinn orðin forsætisráðherra Ástralíu

Kona er orðin forsætisráðherra Ástralíu í fyrsta sinn í sögunni. Hún heitir Julia Gillard og tekur við embættinu af Kevin Rudd.

Gillard vann Rudd í kosningum um formann Verkamannaflokksins á þingi flokksins í gærkvöldi.

Julia Gillard er 48 ára gömul, lögmaður að mennt. Hún er fædd í Wales í Bretlandi en fluttist með foreldrum sínum til Ástralíu þegar hún var á barnsaldri.

Gillard var fyrst kosin á þing fyrir Verkamannaflokkinn árið 1998. Hún varð aðstoðarforsætisráðherra í ráðuneyti Rudd árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×