Erlent

Fíkniefnakóngurinn Coke framseldur

Coke á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Coke á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Mynd/AP
Fíkniefnakóngurinn Christopher Dudus Coke hefur verið framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er eftirlýstur fyrir fíkniefna- og vopnasölu. Hann ákvað að áfrýja ekki framsalsbeiðni Bandaríkjamanna þegar hann kom fyrir dómara í höfuðborginni Kingston í dag. Coke á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Yfirvöld á Jamaíka handtóku Coke í fyrradag en tilraunir þeirra til að handtaka hann í síðasta mánuði misheppnuðust og í kjölfarið brutust út óeirðir í fátækrahverfum höfuðborgarinnar. Meira en 70 létu lífið í átökunum.

Coke hefur orðspor á sér á Jamaíka sem nokkurs konar Hrói höttur landsins. Hann hefur notað hluta af umtalsverðum fíkniefnagróða sínum til að dreifa fé meðal fátækra landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×