Erlent

Breskir hermenn létust af slysförum í Afganistan

Mynd/AFP
Fjórir breskir hermenn létust af slysförum í Afganistan í dag. Þeir voru í bifreið sem lenti utanvegar og hafnaði í skurði í Helmand héraði. Hermennirnir drukknuðu að því er fram kemur á fréttavef bresku Sky fréttastöðvarinnar. Talsmaður breska hersins í Afganistan segir að ekkert benda til þess að Talíbanar hafi ráðist á bifreiðina.

Meira en 300 breskir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því bandamenn réðust inn í landið í nafni NATÓ árið 2001. Í þessum mánuði hafa 18 breskir hermenn týnt lífi í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×