Erlent

Um 40% námsmanna prófa hass í sumarfríum sinum

Ný rannsókn í Bandaríkjunum leiðir í ljós að um 40% námsmanna undir tvítugu í Bandaríkjunum prófar að reykja hass í skólafríum sínum yfir sumartímann.

Í fréttum danskra fjölmiðla um málið kemur fram að sama þróun er upp á teningnum í Danmörku. Rannsóknir þar í landi sýna að 39% skólastráka á aldrinum 16 til 20 ára hafa prófað að reykja hass og hlutfallið er 28% meðal stúlknanna.

Bæði bandarísk og dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af því hve hátt hlutfall ungra námsmanna reykja hass í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×