Viðskipti innlent

Hægt að tryggja 860 milljónir í lottóvinning í kvöld

Ef þig dreymir um að fá stóra vinninginn í Víkingalottói kvöldisins upp á tæpa 2 milljarða kr. er til skotheld uppskrift að því. Það kostar að vísu rúman 1,1 milljarð kr. en á móti kemur að það er gulltryggt að þú haldir eftir 860 milljónum kr., þ.e. svo framarlega sem ofurtalan verði dregin út.

Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar segir að til að ná þessu þarf einfaldlega að kaupa 12.271.512 raðir í lottóinu og þá er tryggt að þú er með allar tölurnar sex réttar a.m.k. einu sinni. Að kaupa allar raðirnar kostar um 1,1 milljarð kr.

Þar að auki er öruggt að þú ert með 12 raðir með fimm rétta plús bónustölu, 240 sinnum fimm rétta, 12.915 sinnum fjóra rétta og 229.600 sinnum þrjá rétta.

Fari svo að þú sért sá eini sem hlýtur allar sex tölurnar réttar er um ágæta fjárfestingu að ræða á nokkrum mínútum í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×