Detox og átröskun Ólafur Gunnar Sæmundsson skrifar 14. júní 2010 06:00 Enn eina ferðina er „eldhuginn“ Jónína Benediktsdóttir í kastljósi fjölmiðla og nú vegna detox meðferðar sinnar sem hún rekur á Keflavíkurflugvelli. Ég hef áður gagnrýnt detox meðferðina sem byggir ekki á neinni vísindalegri þekkingu heldur á gervivísindum og kukli. Ég mun ekki fjalla um ristilskolunarbullið eða þá bitru staðreynd að fólk hafi lent á bráðadeild vegna þess að það hafi hætt á lyfjum, svo sem blóðþrýstingslyfjum. Heldur vil ég eyða nokkrum orðum á það mataræði sem boðið er upp á í meðferðinni sem er í algjöru ósamræmi við eðlilega og heilbrigða neysluhætti. Í „meðferðinni“ er boðið upp á um 500 hitaeiningar (algeng orkuþörf fólks er 2.000-3.000 hitaeiningar) í formi grænmetis og ávaxta. Sem næringarfræðingur og foreldri þykir mér bagalegt að verða vitni að því þegar fólk (ekki síst ungt kvenfólk) sem hefur til að mynda þjáðst af átröskun (svo sem lystarstoli) dásamar þá meðferð (svo sem á facebook) sem þar fer fram og fær vart haldið vatni yfir því hve sniðugt það er að borða bara grænmeti og ávexti í allt að hálfan mánuð! Og þegar þeim sömu er bent á að það sé engum manni hollt að borða svona lítið er svarað: „Já, en starfsfólk og þar á meðal læknar Detox Jónínu Ben segja að það sé svo hreinsandi og hollt og gott fyrir líkamann.“ Til að sporna gegn átröskun, hvort heldur átröskunin tengist ofneyslu eða vanneyslu, verður eðlileg umræða um mat og mataræði að eiga sér stað þar sem leitast er við að varast boð og bönn. Umfram allt þarf þó að varast svæsnar öfgar líkt og þær sem boðið er upp á í Detox Jónínu Ben eða eins og segir í greinargerð sem landlæknisembættið hefur gefið út varðandi Detox Jónínu Ben að þá er enginn vísindagrunnur „…fyrir því að fasta með 500 kaloríum á dag sé til bóta fyrir heilsufar, heldur þvert á móti. Þegar lítils matar er neytt er ekkert eðlilegra en að blóðsykur og blóðþrýstingur falli. Það eru svo augljós og algild sannindi að óþarfi er að rannsaka það sérstaklega.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina er „eldhuginn“ Jónína Benediktsdóttir í kastljósi fjölmiðla og nú vegna detox meðferðar sinnar sem hún rekur á Keflavíkurflugvelli. Ég hef áður gagnrýnt detox meðferðina sem byggir ekki á neinni vísindalegri þekkingu heldur á gervivísindum og kukli. Ég mun ekki fjalla um ristilskolunarbullið eða þá bitru staðreynd að fólk hafi lent á bráðadeild vegna þess að það hafi hætt á lyfjum, svo sem blóðþrýstingslyfjum. Heldur vil ég eyða nokkrum orðum á það mataræði sem boðið er upp á í meðferðinni sem er í algjöru ósamræmi við eðlilega og heilbrigða neysluhætti. Í „meðferðinni“ er boðið upp á um 500 hitaeiningar (algeng orkuþörf fólks er 2.000-3.000 hitaeiningar) í formi grænmetis og ávaxta. Sem næringarfræðingur og foreldri þykir mér bagalegt að verða vitni að því þegar fólk (ekki síst ungt kvenfólk) sem hefur til að mynda þjáðst af átröskun (svo sem lystarstoli) dásamar þá meðferð (svo sem á facebook) sem þar fer fram og fær vart haldið vatni yfir því hve sniðugt það er að borða bara grænmeti og ávexti í allt að hálfan mánuð! Og þegar þeim sömu er bent á að það sé engum manni hollt að borða svona lítið er svarað: „Já, en starfsfólk og þar á meðal læknar Detox Jónínu Ben segja að það sé svo hreinsandi og hollt og gott fyrir líkamann.“ Til að sporna gegn átröskun, hvort heldur átröskunin tengist ofneyslu eða vanneyslu, verður eðlileg umræða um mat og mataræði að eiga sér stað þar sem leitast er við að varast boð og bönn. Umfram allt þarf þó að varast svæsnar öfgar líkt og þær sem boðið er upp á í Detox Jónínu Ben eða eins og segir í greinargerð sem landlæknisembættið hefur gefið út varðandi Detox Jónínu Ben að þá er enginn vísindagrunnur „…fyrir því að fasta með 500 kaloríum á dag sé til bóta fyrir heilsufar, heldur þvert á móti. Þegar lítils matar er neytt er ekkert eðlilegra en að blóðsykur og blóðþrýstingur falli. Það eru svo augljós og algild sannindi að óþarfi er að rannsaka það sérstaklega.“
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar