Erlent

Íhugaði að ráðast á önnur skotmörk

Shahzad kom fyrir dómara í fyrsta sinn í gær. Hann íhugaði að ráðast á önnur skotmörk í New York.
Shahzad kom fyrir dómara í fyrsta sinn í gær. Hann íhugaði að ráðast á önnur skotmörk í New York.
Hryðjuverkamaðurinn sem var handtekinn vegna misheppnaðs sprengjutilræðis í New York fyrr í mánuðinum kom fyrir dómara í gær. Hann íhugaði að ráðast á önnur skotmörk í borginni.

Tveimur dögum eftir að sprengja sem komið var fyrir í jeppa á Times Square-torginu í New York fannst var Faisal Shahzad handtekinn á JFK flugvellinum á leið til Dubai. Hann fæddist í Pakistan en fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2007. Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur fullyrt að Shahzad hafi dvalið í fimm mánuði í herbúðum talibana í Pakistan við undirbúning áður en hann hélt til New York. Yfirvöld í Pakistan hafa aftur á móti sagt að ekkert bendi til þess að talibanar hafi staðið á bak við hina misheppnuðu sprengjuárás.

CNN hefur eftir embættismanni að Shahzad hafi skoðað önnur skotmörk en Times Square. Hann hafi auk þess íhugað að koma sprengjunni fyrir við Rockefeller Center, aðallestarstöðina eða í fjármálahverfi borgarinnar.

Shahzad sem er þrítugur kom fyrir dómara í fyrsta sinn í gær og tók hann sér frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar sem er í fimm liðum. Verði hann fundinn sekur verður Shahzad að öllum líkindum dæmdur í lífstíðarfangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×