Hráir, kraftmiklir og súrir 9. september 2010 07:30 Rokkararnir í Grinderman senda í næstu viku frá sér sína aðra plötu. Önnur plata hljómsveitarinnar Grinderman, sem nefnist einfaldlega Grinderman 2, kemur út á þriðjudaginn. Fyrsta plata sveitarinnar kom út fyrir þremur árum og hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda, enda hafði hún að geyma hrá og kröftug rokklög á borð við Get It On og No Pussy Blues þar sem kynferðislegur undirtónninn var aldrei langt undan. Grinderman er skipuð fjórum meðlimum úr sjö manna bandinu Nick Cave And The Bad Seeds, eða þeim Warren Ellis, Martyn Casey, Jim Sclavunos og að sjálfsögðu forsprakkanum Nick Cave. Hljómsveitin varð til árið 2005 eftir langa tónleikaferð The Bad Seeds til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus. Cave byrjaði að semja lög á gítar, sem hann hafði fram að því vanrækt við lagasmíðar sínar. Spilamennskan var hrá og áhugaverð og í framhaldinu fóru Cave og hinir þrír í hljóðver og tóku upp frumburðinn Grinderman. Hljómsveitin fylgdi plötunni eftir með tónleikaferð en tók sér hlé þegar upptökur og ferðalög í kringum fjórtándu hljóðsvers-plötu The Bad Seeds, Dig, Lazarus, Dig!!!, fóru af stað. Eftir að túrnum í kringum hana lauk haustið 2008 hófust upptökur á næstu Grinderman-plötu og þeim lauk í ágúst í fyrra. Upptökustjóri var hinn sami og á þeirri fyrstu, Nick Launay, góður vinur þeirra félaga. Þar er krafturinn enn til staðar eins og heyra má á fyrsta smáskífulaginu Heathen Child. Gallsúrt og flippað myndbandið við lagið er einnig skemmtilega hallærislegt. „Þegar við gerðum báðar plöturnar settumst við niður í fimm daga og byrjuðum að spila saman án þess að vera með margar fastmótaðar hugmyndir,“ segir fiðlu- og gítarleikarinn Warren Ellis, í viðtali við áströlsku síðuna The Vine. „Á fyrstu plötunni vorum við að reyna að finna rétta hljóminn fyrir bandið. Við höfum spilað lengi saman í Bad Seeds og gert ýmsa hluti saman en okkur langaði að athuga hvað við kæmumst upp með mikið, bara við fjórir. Við notuðum sömu aðferðina á annarri plötunni. Við tókum bara upp stanslaust í fimm daga en reyndum síðan að finna hugmyndir sem okkur fannst ferskar.“ Hann bætir við að efnið sem hafi litið dagsins ljós hafi sumt verið fínt en annað hreint út sagt skelfilegt. „Þessi aðferð hentar okkur mjög vel. Það er gaman að hafa ekki úr neinu að moða og reyna síðan að búa til eitthvað nýtt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Önnur plata hljómsveitarinnar Grinderman, sem nefnist einfaldlega Grinderman 2, kemur út á þriðjudaginn. Fyrsta plata sveitarinnar kom út fyrir þremur árum og hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda, enda hafði hún að geyma hrá og kröftug rokklög á borð við Get It On og No Pussy Blues þar sem kynferðislegur undirtónninn var aldrei langt undan. Grinderman er skipuð fjórum meðlimum úr sjö manna bandinu Nick Cave And The Bad Seeds, eða þeim Warren Ellis, Martyn Casey, Jim Sclavunos og að sjálfsögðu forsprakkanum Nick Cave. Hljómsveitin varð til árið 2005 eftir langa tónleikaferð The Bad Seeds til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus. Cave byrjaði að semja lög á gítar, sem hann hafði fram að því vanrækt við lagasmíðar sínar. Spilamennskan var hrá og áhugaverð og í framhaldinu fóru Cave og hinir þrír í hljóðver og tóku upp frumburðinn Grinderman. Hljómsveitin fylgdi plötunni eftir með tónleikaferð en tók sér hlé þegar upptökur og ferðalög í kringum fjórtándu hljóðsvers-plötu The Bad Seeds, Dig, Lazarus, Dig!!!, fóru af stað. Eftir að túrnum í kringum hana lauk haustið 2008 hófust upptökur á næstu Grinderman-plötu og þeim lauk í ágúst í fyrra. Upptökustjóri var hinn sami og á þeirri fyrstu, Nick Launay, góður vinur þeirra félaga. Þar er krafturinn enn til staðar eins og heyra má á fyrsta smáskífulaginu Heathen Child. Gallsúrt og flippað myndbandið við lagið er einnig skemmtilega hallærislegt. „Þegar við gerðum báðar plöturnar settumst við niður í fimm daga og byrjuðum að spila saman án þess að vera með margar fastmótaðar hugmyndir,“ segir fiðlu- og gítarleikarinn Warren Ellis, í viðtali við áströlsku síðuna The Vine. „Á fyrstu plötunni vorum við að reyna að finna rétta hljóminn fyrir bandið. Við höfum spilað lengi saman í Bad Seeds og gert ýmsa hluti saman en okkur langaði að athuga hvað við kæmumst upp með mikið, bara við fjórir. Við notuðum sömu aðferðina á annarri plötunni. Við tókum bara upp stanslaust í fimm daga en reyndum síðan að finna hugmyndir sem okkur fannst ferskar.“ Hann bætir við að efnið sem hafi litið dagsins ljós hafi sumt verið fínt en annað hreint út sagt skelfilegt. „Þessi aðferð hentar okkur mjög vel. Það er gaman að hafa ekki úr neinu að moða og reyna síðan að búa til eitthvað nýtt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira