Fjármálakerfi fyrir fólk 8. júlí 2010 06:15 Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um afstöðu stjórnvalda til nýfallins dóms Hæstaréttar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu í ágreiningi um túlkun þeirra samninga sem lágu að baki gengistryggðum lánaviðskiptum. Ríkisstjórnin segir ekki SÍ eða FME fyrir verkum. Þvert á móti tryggja lög sjálfstæði þessara stofnana. Hrunið kennir okkur að við eigum að virða sjálfstæði þeirra, en líka gera til þeirra ríkar kröfur. Atburðir síðustu daga sýna okkur líka að tilmælin voru misráðin og ótímabær – fjármálafyrirtækin eru nú að koma fram með tillögur um hvernig greitt verði af lánunum þar til úr öllum ágreiningi er leyst. Það áttu þau að gera strax í upphafi. Dómstólar eru líka sjálfstæðir og munu kveða upp úr um niðurstöðu málsins. Við skipum ekki frændur og vini í Hæstarétt og segjum honum ekki heldur fyrir verkum. Ágreining um samninga á að leiða til lykta fyrir dómi og það verður gert í þessu tilviki. Dómur Hæstaréttar frá í júní stendur. Eignarleigufyrirtækin telja dóminn ekki kveða skýrt á um hvað taki við og ágreining þar um þarf því líka að leggja fyrir dómstóla. Dómstólar munu útkljá allan ágreining til fulls. Óvissa er vissulega þungbær, en mikilvægt er að farið sé að réttum leikreglum. Ótímabær inngrip ríkisins geta valdið því að við léttum byrðum af fjármálafyrirtækjum og ríkisvæðum tjón þeirra. Það má aldrei verða. Niðurstaða í álitamálum sem enn eru uppi liggur vonandi fyrir fljótlega í haust. Ef samningsvextir einir eiga að gilda, þá þurfum við stjórnmálamenn að vinna úr þeirri stöðu og okkur er engin vorkunn að því. Það kann að verða flókið og dýrt, en það er þá bara þannig. Við skulum fara yfir þann læk þegar við komum að honum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu með eignarleigufyrirtækjunum. Þvert á móti er rétt að minna á að við höfum glímt við þessi fyrirtæki mánuðum saman og freistað þess að ná samkomulagi við þau um umbreytingu bílalánanna í íslensk kjör. Þau skynjuðu ekki sinn vitjunartíma þá og virðast ekki gera það enn. Framganga þeirra gagnvart fólki hefur verið óásættanleg og þau hafa haft fullkomlega óraunhæfar væntingar um greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Einmitt þess vegna er í 5. gr. frumvarpsins sem ég lagði fram um bílalánin gert ráð fyrir heimild fólks til að greiða helming af eftirstöðvum bílalána, þegar bíl hefur verið skilað eða að honum gengið og jafnframt bannað að gera fjárnám í íbúðarhúsnæði skuldara vegna skulda vegna bílalána. Full ástæða virðist til að Alþingi afgreiði þennan þátt bílalánafrumvarpsins, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Skilaboðin til fjármálafyrirtækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eigin verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón. Þau þurfa að vinna með fólki en ekki í stríði við fólk. Þau þurfa að laga skuldir einstaklinga og fyrirtækja að greiðslugetu. Þau þurfa að snúa baki við starfsháttum fortíðarinnar – lánveitingum með þriðjamannsábyrgðum, gylliboðum og skrumi. Þau þurfa að læra að verðmeta áhættu og að bera hana sjálf, gegn eðlilegu endurgjaldi, en ekki velta henni yfir á þá sem hvorki eru í stakk búnir til að meta hana eða bera hana. Fjármálakerfi er til fyrir fólk – en ekki fólk fyrir fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um afstöðu stjórnvalda til nýfallins dóms Hæstaréttar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu í ágreiningi um túlkun þeirra samninga sem lágu að baki gengistryggðum lánaviðskiptum. Ríkisstjórnin segir ekki SÍ eða FME fyrir verkum. Þvert á móti tryggja lög sjálfstæði þessara stofnana. Hrunið kennir okkur að við eigum að virða sjálfstæði þeirra, en líka gera til þeirra ríkar kröfur. Atburðir síðustu daga sýna okkur líka að tilmælin voru misráðin og ótímabær – fjármálafyrirtækin eru nú að koma fram með tillögur um hvernig greitt verði af lánunum þar til úr öllum ágreiningi er leyst. Það áttu þau að gera strax í upphafi. Dómstólar eru líka sjálfstæðir og munu kveða upp úr um niðurstöðu málsins. Við skipum ekki frændur og vini í Hæstarétt og segjum honum ekki heldur fyrir verkum. Ágreining um samninga á að leiða til lykta fyrir dómi og það verður gert í þessu tilviki. Dómur Hæstaréttar frá í júní stendur. Eignarleigufyrirtækin telja dóminn ekki kveða skýrt á um hvað taki við og ágreining þar um þarf því líka að leggja fyrir dómstóla. Dómstólar munu útkljá allan ágreining til fulls. Óvissa er vissulega þungbær, en mikilvægt er að farið sé að réttum leikreglum. Ótímabær inngrip ríkisins geta valdið því að við léttum byrðum af fjármálafyrirtækjum og ríkisvæðum tjón þeirra. Það má aldrei verða. Niðurstaða í álitamálum sem enn eru uppi liggur vonandi fyrir fljótlega í haust. Ef samningsvextir einir eiga að gilda, þá þurfum við stjórnmálamenn að vinna úr þeirri stöðu og okkur er engin vorkunn að því. Það kann að verða flókið og dýrt, en það er þá bara þannig. Við skulum fara yfir þann læk þegar við komum að honum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu með eignarleigufyrirtækjunum. Þvert á móti er rétt að minna á að við höfum glímt við þessi fyrirtæki mánuðum saman og freistað þess að ná samkomulagi við þau um umbreytingu bílalánanna í íslensk kjör. Þau skynjuðu ekki sinn vitjunartíma þá og virðast ekki gera það enn. Framganga þeirra gagnvart fólki hefur verið óásættanleg og þau hafa haft fullkomlega óraunhæfar væntingar um greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Einmitt þess vegna er í 5. gr. frumvarpsins sem ég lagði fram um bílalánin gert ráð fyrir heimild fólks til að greiða helming af eftirstöðvum bílalána, þegar bíl hefur verið skilað eða að honum gengið og jafnframt bannað að gera fjárnám í íbúðarhúsnæði skuldara vegna skulda vegna bílalána. Full ástæða virðist til að Alþingi afgreiði þennan þátt bílalánafrumvarpsins, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Skilaboðin til fjármálafyrirtækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eigin verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón. Þau þurfa að vinna með fólki en ekki í stríði við fólk. Þau þurfa að laga skuldir einstaklinga og fyrirtækja að greiðslugetu. Þau þurfa að snúa baki við starfsháttum fortíðarinnar – lánveitingum með þriðjamannsábyrgðum, gylliboðum og skrumi. Þau þurfa að læra að verðmeta áhættu og að bera hana sjálf, gegn eðlilegu endurgjaldi, en ekki velta henni yfir á þá sem hvorki eru í stakk búnir til að meta hana eða bera hana. Fjármálakerfi er til fyrir fólk – en ekki fólk fyrir fjármálakerfi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun