Erlent

Neitað um náðun í 19. sinn

Van Houten kom fyrir dómara í Kaliforníu í gær.  fréttablaðið/ap
Van Houten kom fyrir dómara í Kaliforníu í gær. fréttablaðið/ap
Dómstóll í Kaliforníu neitaði Leslie Van Houten, yngsta þátttakandanum í Manson-morðunum frægu, um náðun í nítjánda skipti í gær. Hún mun líklega áfrýja dómnum, en getur annars sótt um á ný eftir þrjú ár.

Charles Manson og fylgismenn hans myrtu leikkonuna Sharon Tate ásamt fjórum öðrum í ágúst 1969 og hjónin Leno og Rosemary La Bianca kvöldið eftir. Van Houten viðurkenndi að hafa tekið þátt í seinni morðunum. Hún var 19 ára þegar morðin áttu sér stað fyrir 41 ári. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×