Agnes og Halldór 8. júlí 2010 06:00 Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrituðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viðurkennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að enginn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöflum orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskrar þessi málflutningur. Svona talar reyndar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þessir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka holræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrituðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viðurkennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að enginn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöflum orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskrar þessi málflutningur. Svona talar reyndar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þessir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka holræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun