Rekstur Landsbanka og Arion óviðunandi 8. júlí 2010 07:00 „Til lengri tíma litið er þetta ekki afkoma af kjarnastarfsemi sem menn væru sáttir við. En það verður að hafa hugfast að verið er að vinna úr erfiðum úrlausnarefnum. Mér finnst skýrslan ekki gefa tilefni til svartsýni," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Arðsemi Landsbankans og Arion banka er langt undir eðlilegri arðsemiskröfu ríkisins og grípa verður til aðgerða þess vegna, segir í fyrstu matsskýrslu Bankasýslu ríkisins. Þar segir jafnframt að of margt fólk starfi nú í íslenska fjármálakerfinu en hlutfall starfsmanna í fjármálaþjónustu á Íslandi er með því hæsta sem þekkist. Steingrímur segir skýrsluna gagnlega og hann á von á tillögum frá Bankasýslunni um aðgerðir til bóta, enda sé það hennar verkefni. Um stærð bankakerfisins segir Steingrímur ljóst að í alþjóðlegum samanburði sé kerfið stórt. „Flestir búast samt við að þessar tölur muni taka breytingum á næstu misserum og árum." Hann telur að staða Landsbankans sé skiljanleg miðað við þau verkefni sem bankinn hefur með höndum og lúta að fyrirtækjum og útflutningsgreinunum. Engin áform eru um að hrófla við stöðu ríkisins í bankanum, að hans sögn. Ríkið á í öllum stóru bönkunum þremur, mest í Landsbankanum, eða 81,3 prósent, þrettán prósent í Arion banka og fimm prósent í Íslandsbanka. Alls eru 190 milljarðar króna af fjármunum ríkisins bundnir í bönkunum. Útreikningar Bankasýslunnar sýna að Íslandsbanki stendur langbest að vígi, með 28,7 til 32,5 prósenta arðsemi af grunnrekstri. Sama tala hjá Arion banka er 3,8 til 7,9 prósent og einungis 2,4 til 6,4 prósent hjá Landsbankanum. Eðlileg arðsemiskrafa er metin ríflega fimmtán prósent. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, vill ekki tjá sig um það til hvaða aðgerða hún telur að þurfi að grípa eigi arðbærnimarkmið bankanna að nást. - sh, shá Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
„Til lengri tíma litið er þetta ekki afkoma af kjarnastarfsemi sem menn væru sáttir við. En það verður að hafa hugfast að verið er að vinna úr erfiðum úrlausnarefnum. Mér finnst skýrslan ekki gefa tilefni til svartsýni," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Arðsemi Landsbankans og Arion banka er langt undir eðlilegri arðsemiskröfu ríkisins og grípa verður til aðgerða þess vegna, segir í fyrstu matsskýrslu Bankasýslu ríkisins. Þar segir jafnframt að of margt fólk starfi nú í íslenska fjármálakerfinu en hlutfall starfsmanna í fjármálaþjónustu á Íslandi er með því hæsta sem þekkist. Steingrímur segir skýrsluna gagnlega og hann á von á tillögum frá Bankasýslunni um aðgerðir til bóta, enda sé það hennar verkefni. Um stærð bankakerfisins segir Steingrímur ljóst að í alþjóðlegum samanburði sé kerfið stórt. „Flestir búast samt við að þessar tölur muni taka breytingum á næstu misserum og árum." Hann telur að staða Landsbankans sé skiljanleg miðað við þau verkefni sem bankinn hefur með höndum og lúta að fyrirtækjum og útflutningsgreinunum. Engin áform eru um að hrófla við stöðu ríkisins í bankanum, að hans sögn. Ríkið á í öllum stóru bönkunum þremur, mest í Landsbankanum, eða 81,3 prósent, þrettán prósent í Arion banka og fimm prósent í Íslandsbanka. Alls eru 190 milljarðar króna af fjármunum ríkisins bundnir í bönkunum. Útreikningar Bankasýslunnar sýna að Íslandsbanki stendur langbest að vígi, með 28,7 til 32,5 prósenta arðsemi af grunnrekstri. Sama tala hjá Arion banka er 3,8 til 7,9 prósent og einungis 2,4 til 6,4 prósent hjá Landsbankanum. Eðlileg arðsemiskrafa er metin ríflega fimmtán prósent. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, vill ekki tjá sig um það til hvaða aðgerða hún telur að þurfi að grípa eigi arðbærnimarkmið bankanna að nást. - sh, shá
Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira