Erlent

Stjórnvöld á Kúbu sleppa pólitískum föngum úr haldi

Stjórnvöld á Kúbu hafa ákveðið að sleppa 52 pólitískum föngum úr haldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirvöldum kaþólsku kirkjunnar á Kúbu en Miguel Morations utanríkisráðherra Spánar og kardinálinn Jaime Ortega hafa átt í samningaviðræðum við Raul Castro forseta Kúbu um málið.

Í frétt á CNN segir að fimm af föngunum verði sleppt strax og þeim leyft að flytja til Spánar en hinum 47 verður sleppt á næstu vikum og þeim leyft að yfirgefa Kúbu.

Ortega segir að að þetta sé stórkostlegt upphaf að því að sleppa hluta af pólitískum föngum á Kúbu úr haldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×