Poppskrefið stigið til fulls 18. mars 2010 02:15 Goldfrapp Bæði tónlistin og útlitið hafa gengið í endurnýjun lífdaganna. Breska dúóið Goldfrapp sendir frá sér sína fimmtu plötu, Head First, eftir helgina. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og er ekki frá því að hann eigi eftir að koma aðdáendum á óvart. „Það er rúnnaðra yfirbragð yfir henni, finnst þér það ekki? Hún er ekki jafn göddótt.“ Þannig lýsir Alison Goldfrapp tónlistinni á nýju plötunni Head First, sem kemur út eftir helgina, í nýlegu viðtali. Það er ágæt lýsing. Þó að Goldfrapp hafi alveg sín sérkenni þá hafa plötur sveitarinnar alls ekki verið allar eins. Fyrsta platan, Felt Mountain, sem kom út árið 2000, innihélt stemningsfullt og margslungið rafpopp. Á næstu tveimur plötum, Black Cherry (2003) og Supernature (2005), réði dansskotið og á köflum dimmleitt elektró ríkjum, en á fjórðu plötunni Seventh Tree sem kom út fyrir tveimur árum var hægt á tempóinu og hljómurinn var hlýlegri með flautum og kassagíturum í bland við raftólin. Og nú er röðin komin að 80’s poppinu.Mikill metnaðurGoldfrapp - tónlistGoldfrapp er skipuð þeim Alison Goldfrapp og Will Gregory. Þau semja bæði tónlist og texta og spila á ýmis hljóðfæri og Alison syngur. Þau stofnuðu hljómsveitina árið 1996 og gerðu samning við Mute-fyrirtækið þremur árum seinna. Áður hafði Alison meðal annars sungið inn á plötur með Orbital, Add N To X og Tricky. Þau Alison og Will hafa alla tíð lagt mikinn metnað í allt sem þau senda frá sér. Þau leggja mikið á sig við upptökur (Head First tók samt „ekki nema“ sex mánuði) og plötuumslög, sviðsbúningar og myndbönd hljómsveitarinnar eru alltaf flott. Goldfrapp er líka enn þá hjá Mute sem er gæðastimpill í sjálfu sér. 80’s danspoppFyrsta smáskífan af Head First, Rocket, er hraður og grípandi danspoppsmellur sem hljómar eins og hann hefði getað verið hljóðritaður á níunda áratugnum. Og það eru nokkrir fleiri þannig á plötunni. Inn á milli leynast svo rólegri lög eins og hið dularfulla Hunt og lokalagið Voicething sem eins og nafnið bendir til einkennist af sérkennilegri raddútsetningu. Þó að platan sé ólík öllum fyrri plötum hljómsveitarinnar þá er Goldfrapp-stíllinn þarna enn þá – það hefði ekki neinn annar getað gert þessa plötu. Óvíst með viðtökurnarÞau Alison og Will eru meðvituð um það að það er ekki víst að allir aðdáendur Goldfrapp verði hrifnir af breytingunni. En svo getur líka verið að þau eignist fullt af nýjum. Það er ekki gott að átta sig á því. Alison hefur þetta um málið að segja: „Stundum hugsa ég: Af hverju getum við ekki bara auðveldað okkur lífið og gert alveg eins plötu aftur og aftur? En málið er að ég held við gætum það ekki þótt við reyndum. Tilgangurinn með þessu er að uppgötva nýjan hljóm og segja sögur af því sem er að gerast í lífinu. Maður gæti haft meira upp úr því að finna bara formúlu og halda sig við hana, en fyrir okkur væri það algerlega tilgangslaust.“ Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Breska dúóið Goldfrapp sendir frá sér sína fimmtu plötu, Head First, eftir helgina. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og er ekki frá því að hann eigi eftir að koma aðdáendum á óvart. „Það er rúnnaðra yfirbragð yfir henni, finnst þér það ekki? Hún er ekki jafn göddótt.“ Þannig lýsir Alison Goldfrapp tónlistinni á nýju plötunni Head First, sem kemur út eftir helgina, í nýlegu viðtali. Það er ágæt lýsing. Þó að Goldfrapp hafi alveg sín sérkenni þá hafa plötur sveitarinnar alls ekki verið allar eins. Fyrsta platan, Felt Mountain, sem kom út árið 2000, innihélt stemningsfullt og margslungið rafpopp. Á næstu tveimur plötum, Black Cherry (2003) og Supernature (2005), réði dansskotið og á köflum dimmleitt elektró ríkjum, en á fjórðu plötunni Seventh Tree sem kom út fyrir tveimur árum var hægt á tempóinu og hljómurinn var hlýlegri með flautum og kassagíturum í bland við raftólin. Og nú er röðin komin að 80’s poppinu.Mikill metnaðurGoldfrapp - tónlistGoldfrapp er skipuð þeim Alison Goldfrapp og Will Gregory. Þau semja bæði tónlist og texta og spila á ýmis hljóðfæri og Alison syngur. Þau stofnuðu hljómsveitina árið 1996 og gerðu samning við Mute-fyrirtækið þremur árum seinna. Áður hafði Alison meðal annars sungið inn á plötur með Orbital, Add N To X og Tricky. Þau Alison og Will hafa alla tíð lagt mikinn metnað í allt sem þau senda frá sér. Þau leggja mikið á sig við upptökur (Head First tók samt „ekki nema“ sex mánuði) og plötuumslög, sviðsbúningar og myndbönd hljómsveitarinnar eru alltaf flott. Goldfrapp er líka enn þá hjá Mute sem er gæðastimpill í sjálfu sér. 80’s danspoppFyrsta smáskífan af Head First, Rocket, er hraður og grípandi danspoppsmellur sem hljómar eins og hann hefði getað verið hljóðritaður á níunda áratugnum. Og það eru nokkrir fleiri þannig á plötunni. Inn á milli leynast svo rólegri lög eins og hið dularfulla Hunt og lokalagið Voicething sem eins og nafnið bendir til einkennist af sérkennilegri raddútsetningu. Þó að platan sé ólík öllum fyrri plötum hljómsveitarinnar þá er Goldfrapp-stíllinn þarna enn þá – það hefði ekki neinn annar getað gert þessa plötu. Óvíst með viðtökurnarÞau Alison og Will eru meðvituð um það að það er ekki víst að allir aðdáendur Goldfrapp verði hrifnir af breytingunni. En svo getur líka verið að þau eignist fullt af nýjum. Það er ekki gott að átta sig á því. Alison hefur þetta um málið að segja: „Stundum hugsa ég: Af hverju getum við ekki bara auðveldað okkur lífið og gert alveg eins plötu aftur og aftur? En málið er að ég held við gætum það ekki þótt við reyndum. Tilgangurinn með þessu er að uppgötva nýjan hljóm og segja sögur af því sem er að gerast í lífinu. Maður gæti haft meira upp úr því að finna bara formúlu og halda sig við hana, en fyrir okkur væri það algerlega tilgangslaust.“
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira