Handbolti

Leikmanni Serba meinuð þátttaka á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serbar eru með Íslandi í riðli.
Serbar eru með Íslandi í riðli. Mynd/AFP
Forráðamenn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hafa meinað leikmanni serbneska landsliðsins að taka þátt í EM í Austurríki sem hefst í næstu viku.

Þátttökuþjóðirnar á EM var gert að skila inn lista með nöfnum 28 leikmanna þann 15. desember síðastliðinn. Liðin mega svo tilnefna sextán leikmenn skömmu fyrir mót.

EHF gerði athugasemdir við tvö nöfn á leikmannalista Serba - þeirra Nebojsa Stojinovic og Milan Torbica. Báðir höfðu tvöfalt ríkisfang, Stojinovic franskt og Torbica bosnískt.

Eftir nánari athugun var ákveðið að leyfa nafni Stojinovic að vera á listanum þar sem hann hafði ekki spilað með franska landsliðinu.

Hins vegar hafði Torbica spilað með landsliði Bosníu og segja reglurnar að hann verði að spila með serbnesku félagi samfellt í tólf mánuði áður en hann getur gefið kost á sér í landslið Serbíu á nýjan leik.

Torbica er örvhent skytta og leikur með Italgest Casarano á Ítalíu. Hann er 28 ára gamall.

Stojinovic er margreyndur markvörður sem leikur nú með Montpellier í Frakklandi.

Ísland og Serbía eru saman í riðli á EM í Austurríki og mætast í fyrstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×