Erlent

Áhrif á minni skýra ávana

Ekki kemur fram hvaða önnur áhrif metamfetamín hafði á sniglana.
Nordicphotos/AFP
Ekki kemur fram hvaða önnur áhrif metamfetamín hafði á sniglana. Nordicphotos/AFP
Rannsóknir á áhrifum metamfetamíns á snigla gætu varpað ljósi á hvers vegna sú tegund fíkniefnis er jafn ávanabindandi og raun ber vitni.

Vísindamenn við Washington-háskóla í Bandaríkjunum rannsökuðu áhrif metamfetamíns á minni snigla, og komust að því að þegar þeir fengu metamfetamín mundu þeir betur það sem þeir höfðu upplifað þegar þeir höfðu fengið eiturlyfið áður.

Metamfetamín þykir auka sjálfsálit og kynferðislega örvun, en vera sérstaklega skaðlegt og ávanabindandi. Vísindamennirnir telja þessi áhrif á minnið lykilinn að því hversu ávanabindandi metamfetamínið er. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×