Erlent

Bandaríski herinn ræður ekki við lekann á Mexíkóflóa

Aðmírállinn Mike Mullen formaður bandaríska herráðsins segir að bandaríski herinn hafi ekki yfir nægilegri tækni að ráða til þess að stöðva olíulekann á Mexíkóflóa.

Herinn hefur verið beðinn um að grípa inn í aðgerðir til að stöðva lekann og þá einkum með að leggja til kafbáta. Mullen segir að besta tæknin til að stöðva lekann sé til staðar í olíuiðnaðinum og því best að verkfræðingar BP sjái um málið.

Yfir 1.400 strandgæsluliðar hafa nú bæst í hóp þeirra sem reyna að hreinsa upp olíuna sem lekur stöðugt úr borholunni en talið er að það geti tekið allt að tvo mánuði í viðbót að loka henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×