Erlent

Einn helsti foringi al Kaída drepinn

Einn af helstu foringjum hryðjuverkasamtakanna al Kaída, Mustafa Abu al-Yazid hefur verið drepinn.

Þetta upplýsir bandaríska leyniþjónustustofnunin Site Intelligence Group en hún hefur það hlutverk að vakta netsíður hryðjuverkasamtaka í heiminum.

Haft er eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni á CNN að þeir telji að al-Yazid hafi verið drepinn nýlega í afskekktu héraði í Pakistan.

al-Yazid, sem er Egypti er talinn hafa verið þriðji valdamesti foringi al Kaída og að hann hafi verið einn þeirra sem skipulögðu hryðjuverkaárásina á Bandaríkin 11. september 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×