Þorgerður um arðgreiðslur Hraðbrautar: Í besta falli óheppilegt 15. desember 2010 10:21 Þorgerður Katrín tók við sem menntamálaráðherra árið sem menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa Mynd úr safni / Anton Brink Þetta dæmi af menntaskólanum Hraðbraut má ekki verða til þess „að vinstri menn fyllist hér þórðargleði og segi: Heyrðu, við sögðum ykkur það. I told you so," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu stöðu Hraðbrautar í ljósi svartrar skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Þorgerður viðurkenndi að málið væri ekki þægilegt. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál," sagði hún. „Mér finnst það í besta falli óheppilegt að á sama tíma og verið er að ofgreiða til skólans þá skuli á sama tíma vera greiddar út arðgreiðslur. Nota bene og vel að merkja, arðgreiðslurnar eru ekki ólögmætar samkvæmt hlutafélagalögum og þetta er mjög skýrt rekstrarform. Þetta er dæmi um þátt sem ríkisvaldið þarf að huga betur að, að þetta getur gerst, og þarf tvímælalaust að styrkja eftirlitið, en við verðum engu að síður að treysta einkaaðilum til að koma að rekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu," sagði hún. „Auðvitað eftir á þá segir maður að ef maður hefði vitað, til að mynda af arðgreiðslunum þá hefði þetta verið höndlað öðruvísi. En meginprinsippið er það að það var tekið á málefnum Hraðbrautar á algjörlega sambærilegum forsendum og varðandi ríkisskólana, það er að segja, rekstrarformið á ekki að verða til þess að það sé tekið mismunandi á skólunum," sagði Þorgerður. Hún óttast að vinstri menn muni nota dæmið af Hraðbraut til að benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja: „Já, þarna sjáiði! Við eigum sko ekkert að vera með einkarekstur, hvorki í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu." Þorgerður lagði áherslu á að einkarekstur hefði víða heppnast mjög vel, til að mynda hjá grunnskólum Hjallastefnunnar, sem veitir foreldrum og nemendum valkost innan skólakerfisins. „Það er þetta sem ég óttast, að það verði enginn annar flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sem mun þora að tala áfram um frelsi í menntakerfinu á grundvelli rekstrarforms og líka náms," sagði hún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Þetta dæmi af menntaskólanum Hraðbraut má ekki verða til þess „að vinstri menn fyllist hér þórðargleði og segi: Heyrðu, við sögðum ykkur það. I told you so," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu stöðu Hraðbrautar í ljósi svartrar skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Þorgerður viðurkenndi að málið væri ekki þægilegt. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál," sagði hún. „Mér finnst það í besta falli óheppilegt að á sama tíma og verið er að ofgreiða til skólans þá skuli á sama tíma vera greiddar út arðgreiðslur. Nota bene og vel að merkja, arðgreiðslurnar eru ekki ólögmætar samkvæmt hlutafélagalögum og þetta er mjög skýrt rekstrarform. Þetta er dæmi um þátt sem ríkisvaldið þarf að huga betur að, að þetta getur gerst, og þarf tvímælalaust að styrkja eftirlitið, en við verðum engu að síður að treysta einkaaðilum til að koma að rekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu," sagði hún. „Auðvitað eftir á þá segir maður að ef maður hefði vitað, til að mynda af arðgreiðslunum þá hefði þetta verið höndlað öðruvísi. En meginprinsippið er það að það var tekið á málefnum Hraðbrautar á algjörlega sambærilegum forsendum og varðandi ríkisskólana, það er að segja, rekstrarformið á ekki að verða til þess að það sé tekið mismunandi á skólunum," sagði Þorgerður. Hún óttast að vinstri menn muni nota dæmið af Hraðbraut til að benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja: „Já, þarna sjáiði! Við eigum sko ekkert að vera með einkarekstur, hvorki í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu." Þorgerður lagði áherslu á að einkarekstur hefði víða heppnast mjög vel, til að mynda hjá grunnskólum Hjallastefnunnar, sem veitir foreldrum og nemendum valkost innan skólakerfisins. „Það er þetta sem ég óttast, að það verði enginn annar flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sem mun þora að tala áfram um frelsi í menntakerfinu á grundvelli rekstrarforms og líka náms," sagði hún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira