Jón Ásgeir: „Veiðiferð“ slitastjórnar kostaði stefndu 4-500 milljónir Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2010 12:25 Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann segir að menn hafi misst störf sín og fyrirtæki vegna stefnu slitastjórnar Glitnis í New York og hyggst sækja betur vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Jón Ásgeir Jóhannesson fullyrðir að málarekstur slitastjórnar Glitnis á hendur honum og viðskiptafélögum hans í New York hafi kostað hina stefndu í málinu fjögur til fimm hundruð milljónir króna. Hann hyggst fara í skaðabótamál við slitastjórnina. Slitastjórn Glitnis hóf málaferli fyrir dómstóli í New York í maí síðastliðnum gegn Jóni Ásgeiri, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og endurskoðunarfyrirtækinu PwC og krafðist 250 milljarða króna í skaðabætur. Dómari í málinu vísaði því frá í gær á þeirri forsendu að New York væri ekki rétt varnarþing, málið ætti heima á Íslandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu í málinu, segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart, enda hafi hin stefndu alltaf haldið því fram að málið ætti ekki heima í Bandaríkjunum. Þá segir hann að það verði erfitt fyrir slitastjórnina að höfða málið á Íslandi núna. Geta ekki notað íslenska dómstóla sem „eitthvað varadekk" „Ég held að það séu engar líkur á að slítastjórninni detti í hug að fara með málið til Íslands því hún er nýbúin að lýsa því yfir með greinargerðum að íslenskir dómstólar séu ekki hæfir til að fara með málið. Ég held að slitastjórnin geti ekki ætlast til þess að hún geti notað íslenska dómstóla sem eitthvað varadekk," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segist ekki hafa fengið upplýsingar um að nýtt mál verði höfðað, en fulltrúar slitastjórnarinnar hafa gefið í skyn að frávísun málsins í New York þýði ekki endalok þess og mál verði rekið hér heima á Íslandi. „Við höfum enga hugmynd um það. Málinu var hent út og það er fullnaðarsigur fyrir okkur," segir Jón Ásegir. Hann segir að málareksturinn hafi valdið miklu tjóni. „Menn þurfa ekki annað en að glugga í umfjöllun fjölmiðla til að sjá að tjónið er mikið. Menn hafa misst störf sín og fyrirtæki út af þessari stefnu." Jón Ásgeir segir ljóst að kostnaðurinn vegna þessara málaferla sé mikill. „Ég held að þessi veiðiferð til New York hafi kostað slitastjórnina um þrjá milljarða, en þetta hefur kostað þau sem var stefnt fjögur til fimm hundruð milljónir króna." Jón Ásgeir segist ekki geta talað fyrir hönd annarra en sjálfs sín en segist ætla að sækja bætur vegna þessara málshöfðunar í New York. „Maður hlýtur að sækja þær bætur vegna þess tjóns sem maður hefur orðið fyrir. Það hlýtur að liggja í augum uppi." Tengdar fréttir Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10 Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson fullyrðir að málarekstur slitastjórnar Glitnis á hendur honum og viðskiptafélögum hans í New York hafi kostað hina stefndu í málinu fjögur til fimm hundruð milljónir króna. Hann hyggst fara í skaðabótamál við slitastjórnina. Slitastjórn Glitnis hóf málaferli fyrir dómstóli í New York í maí síðastliðnum gegn Jóni Ásgeiri, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og endurskoðunarfyrirtækinu PwC og krafðist 250 milljarða króna í skaðabætur. Dómari í málinu vísaði því frá í gær á þeirri forsendu að New York væri ekki rétt varnarþing, málið ætti heima á Íslandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu í málinu, segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart, enda hafi hin stefndu alltaf haldið því fram að málið ætti ekki heima í Bandaríkjunum. Þá segir hann að það verði erfitt fyrir slitastjórnina að höfða málið á Íslandi núna. Geta ekki notað íslenska dómstóla sem „eitthvað varadekk" „Ég held að það séu engar líkur á að slítastjórninni detti í hug að fara með málið til Íslands því hún er nýbúin að lýsa því yfir með greinargerðum að íslenskir dómstólar séu ekki hæfir til að fara með málið. Ég held að slitastjórnin geti ekki ætlast til þess að hún geti notað íslenska dómstóla sem eitthvað varadekk," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segist ekki hafa fengið upplýsingar um að nýtt mál verði höfðað, en fulltrúar slitastjórnarinnar hafa gefið í skyn að frávísun málsins í New York þýði ekki endalok þess og mál verði rekið hér heima á Íslandi. „Við höfum enga hugmynd um það. Málinu var hent út og það er fullnaðarsigur fyrir okkur," segir Jón Ásegir. Hann segir að málareksturinn hafi valdið miklu tjóni. „Menn þurfa ekki annað en að glugga í umfjöllun fjölmiðla til að sjá að tjónið er mikið. Menn hafa misst störf sín og fyrirtæki út af þessari stefnu." Jón Ásgeir segir ljóst að kostnaðurinn vegna þessara málaferla sé mikill. „Ég held að þessi veiðiferð til New York hafi kostað slitastjórnina um þrjá milljarða, en þetta hefur kostað þau sem var stefnt fjögur til fimm hundruð milljónir króna." Jón Ásgeir segist ekki geta talað fyrir hönd annarra en sjálfs sín en segist ætla að sækja bætur vegna þessara málshöfðunar í New York. „Maður hlýtur að sækja þær bætur vegna þess tjóns sem maður hefur orðið fyrir. Það hlýtur að liggja í augum uppi."
Tengdar fréttir Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10 Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14. desember 2010 20:10
Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. 14. desember 2010 17:04