Innlent

Tólf teknir fyrir ölvunarakstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan tók tólf manns fyrir ölvunarakstur. Mynd/ pjetur.
Lögreglan tók tólf manns fyrir ölvunarakstur. Mynd/ pjetur.
Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ellefu voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi.

Tveir voru teknir á laugardag, níu á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var um að ræða átta karla á aldrinum 19-58 ára og fjórar konur, 21-69 ára.

Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×