Erlent

33 létust þegar maður sprengdi sig í loft upp í Bagdad

Skömmu áður en sprengjan sprakk
Skömmu áður en sprengjan sprakk
Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust og nærri hundrað særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Bagdad í Írak nú síðdegis. Árásin var gerð nálægt brú þar sem þúsund pílagrímar úr röðum sjíta týndu lífi í troðningi fyrir fimm árum á sama degi.

Í dag var hópur sjíta að fagna trúarhátíð við helgidóm sinn þegar að árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp í miðjum hópnum.

Sjónarvottur að atburðinum var að drekka te og horfa á pílagrímana ganga um þegar sprengjan sprakk. „Við heyrðum mikla sprengingu og allir önuðu í áttina að særðu fólki kalla eftir hjálp," sagði sjónarvotturinn. „Við hjálpuðum að ferja þá særðu á spítala áður en sjúkrabílarnir komu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×